Seymour: An Introduction
2014
84 MÍNEnska
100% Critics 83
/100 Þegar leikarinn Ethan Hawke kynntist lífssýn píanóleikarans og kennarans Seymours Bernstein ákvað hann að deila henni með öðrum og úr varð þessi góða og áhrifamikla heimildarmynd sem allir ættu sannarlega að sjá. Seymour Bernstein er fæddur í New Jersey árið 1927 og þrátt fyrir að vera bæði frábær píanóleikari og tónsmiður kaus hann snemma að... Lesa meira
Þegar leikarinn Ethan Hawke kynntist lífssýn píanóleikarans og kennarans Seymours Bernstein ákvað hann að deila henni með öðrum og úr varð þessi góða og áhrifamikla heimildarmynd sem allir ættu sannarlega að sjá. Seymour Bernstein er fæddur í New Jersey árið 1927 og þrátt fyrir að vera bæði frábær píanóleikari og tónsmiður kaus hann snemma að einbeita sér að kennslu eftir að hafa tekið að sér píanókennslu barna aðeins fimmtán ára gamall. Í kennslunni fann hann nefnilega köllun sína og með tíð og tíma þróaði hann ekki bara kennsluaðferðir sínar í píanóleik heldur lagði áherslu á að nemendur sínir öðluðust um leið hugarró, jafnvægi og æðruleysi til að takast á við hvað eina sem þau gætu mögulega átt eftir að glíma við á lífsleiðinni. Af aðferðum hans geta allir lært.... minna