Wonder 2017

113 MÍNDrama

You can't try and blend in, When you were born to stand out.

Wonder
Frumsýnd:
24. nóvember 2017
Leikstjórn:
Leikarar:
Handrit:
Tungumál:
Enska

August Pullman, alltaf kallaður Auggie, þjáist af sjaldgæfum litningagalla sem hefur afmyndað andlit hans. Af þeim sökum þarf hann að glíma við fordóma og útskúfun flestra á hans aldri, m.a. í skólanum. Gæfa hans... Lesa meira

August Pullman, alltaf kallaður Auggie, þjáist af sjaldgæfum litningagalla sem hefur afmyndað andlit hans. Af þeim sökum þarf hann að glíma við fordóma og útskúfun flestra á hans aldri, m.a. í skólanum. Gæfa hans er að eiga að góða, jákvæða og samheldna fjölskyldu sem styður hann með ráðum og dáð og hvetur hann áfram. En stundum er jafnvel það ekki nóg. Raquel Jaramillo var stödd í ísbúð ásamt þriggja ára syni sínum að bíða eftir að röðin kæmi að þeim þegar að bar foreldra með unga dóttur sína sem var afmynduð í andliti. Dauðhrædd um að sonur sinn myndi byrja að stara og benda á stúlkuna og spyrja óþægilegra spurninga eins og lítil börn gera reyndi hún í flýti að forða því að hann sæi hana. Andartaki síðar þegar hún leit í augu stúlkunnar og foreldra hennar áttaði hún sig á því að þar með hafði hún gert mikil mistök og brugðist kolrangt við aðstæðunum. Þetta atvik varð Raquel mikið umhugsunar- og rannsóknarefni sem leiddi til þess að hún skrifaði skáldsöguna Wonder og gaf hana út í febrúar 2012 undir höfundarheitinu R. J. Palacio. Bókin varð fljótlega afar vinsæl en hún segir frá hinum 10 ára gamla Auggie sem vegna svokallaðs Treacher Collins-heilkennis hefur afmyndast í andliti og af þeim sökum alist upp í verndaðra umhverfi en flestir gera. Nú er hins vegar komið að því að hann fari í bekk í venjulegum skóla með jafnöldrum sínum og um leið og fyrsti skóladagurinn hefst þarf hann að læra að takast á við lífið og fordómana á annan hátt en hann er vanur og meira upp á eigin spýtur en áður. Og nú er sem sagt búið að kvikmynda þessa áhrifaríku metsölubók í leikstjórn Stephens Chbosky og það má nokkuð örugglega lofa að myndin muni líða þeim seint úr minni sem sjá hana.... minna

LEIKSTJÓRN

LEIKARAR

Sjá fleiri sem leika í myndinni
Bæta við leikara

HANDRIT

GAGNRÝNI

Enginn hefur skrifað um myndina - vertu fyrstur
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)

UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


SVIPAÐAR MYNDIR

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn