Náðu í appið
The Light Between Oceans

The Light Between Oceans (2016)

"Love demands everything"

2 klst 12 mín2016

Þau Tom Sherbourne og Isabel Graysmark eru yfir sig ástfangin og þegar Tom snýr heim heill á húfi úr skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar í Evrópu ákveða...

Rotten Tomatoes62%
Metacritic60
Deila:
The Light Between Oceans - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Streymi
RÚV
Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Þau Tom Sherbourne og Isabel Graysmark eru yfir sig ástfangin og þegar Tom snýr heim heill á húfi úr skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar í Evrópu ákveða þau að gerast vitaverðir á afskekktri eyju undan austurströnd Ástralíu. Dag einn rekur bát að landi eyjarinnar og innanborðs er dáinn maður og lítið stúlkubarn sem þau Tom og Isabel ákveða að ala upp sem sitt eigið þótt Tom sé í fyrstu á báðum áttum um að þau séu með því að gera rétt. Tveimur árum síðar fara þau með stúlkuna, sem þau nefna Lucy-Grace, í fyrsta sinn upp á meginlandið og um leið hefst örlagarík atburðarás ...

Aðalleikarar

Vissir þú?

The Light Between Oceans er byggð á samnefndri fyrstu skáldsögu ástralska rithöfundarins M. L. Stedman sem kom út árið 2012 og sat m.a. á metsölulista New York Times í rúmlega ár. Bókin kom svo út í fyrra í íslenskri þýðingu Guðna Kolbeinssonar undir heitinu Ljós af hafi.
Þau atriði myndarinnar sem gerast á meginlandinu eru tekin upp í bænum Stanley á norðvesturströnd Tasmaníu. Lögð var áhersla á að gefa bænum 1920- yfirbragð á meðan tökur fóru fram og voru margir bæjarbúar af þeim fimm hundruð sem þarna búa ráðnir í statistahlutverk.

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

DreamWorks PicturesUS
Reliance EntertainmentIN
ParticipantUS
Heyday FilmsGB