Blue Caprice
2013
Some killers are born. Others are driven to it.
93 MÍNEnska
83% Critics 76
/100 Blue Caprice er byggð á sögu fjöldamorðingjanna Johns Allen Muhammad og Lees Boyd Malvo sem skutu m.a. fólk tilviljanakennt úr bifreið sinni í október árið 2002. Það muna vafalaust margir eftir því þegar fólki í Maryland- og Washington-ríkjum Bandaríkjanna var haldið í heljargreipum í um þrjár vikur þegar einhver eða einhverjir byrjuðu að skjóta fólk... Lesa meira
Blue Caprice er byggð á sögu fjöldamorðingjanna Johns Allen Muhammad og Lees Boyd Malvo sem skutu m.a. fólk tilviljanakennt úr bifreið sinni í október árið 2002. Það muna vafalaust margir eftir því þegar fólki í Maryland- og Washington-ríkjum Bandaríkjanna var haldið í heljargreipum í um þrjár vikur þegar einhver eða einhverjir byrjuðu að skjóta fólk tilviljanakennt án þess að lögreglan hefði hendur í hári morðingjanna. Í allt tókst þeim John og Lee að myrða 10 manns og særa þrjá á þeim þremur vikum sem morðæðið stóð yfir, en síðar kom í ljós að þeir höfðu a.m.k. sjö önnur mannslíf á samviskunni. Blue Caprice byggir á sögu þessara morðingja, allt frá því að þeir John og Lee hittust fyrst og hvernig það kom til að þeir ákváðu að byrja að drepa fólk ...... minna