

18
Myndir mánaðarins
S.W.A.T.: Under Siege
17. ágúst
100
mín
Aðalhlutv.:
Sam Jaeger, Adrianne Palicki og Michael Jai
White
Leikstjórn:
Tony Giglio
Útgefandi:
Sena
VOD
Hasar/Spenna
Eftir vel heppnaða aðgerð sérsveitar gegn alræmdumeiturlyfjahring lendir
sveitin í kröppum dansi þegar glæpamennirnir snúa tvíefldir til baka.
S.W.A.T.: Under Siege
er glæný mynd frá hasar- og spennumyndaleikstjóranum
Tony Giglio sem gerði m.a. myndirnar
Chaos
,
Timber Falls
og
Extraction
. Hér segir
frá því þegar sérsveit lögreglunnar ræðst gegn eiturlyfjasmyglurum og frelsar í
leiðinni dularfullan mann sem þeir hafa í haldi. Í ljós kemur að glæpamennirnir
eru ekki á þeim buxunum að gefa lögreglunni tíma til að yfirheyra manninn og
ákveða að ná honum strax aftur á sitt vald, hvað sem það kann að kosta ...
S.W.A.T.: Under Siege
Haukur í horni
Michael Jai White leikur dularfulla manninn sem lögreglan frelsar úr
ánauð eiturlyfjasmyglaranna og reynist síðan heldur betur leyna á sér.
l
Fyrir þá semekki vita þá stendur skammstöfunin S.W.A.T. fyrir „Special Weapons
And Tactics“, en þessar sérsveitir voru upprunalega stofnaðar á sjöunda áratug
síðustu aldar til að glíma við óeirðarseggi á meðal mótmælenda.
Punktar ............................................................................................
Charlize Theron var í Berlín 17. júlí til að vera
viðstödd forsýningu á myndinni
Atomic
Blonde
þar sem hún fer með aðalhlutverkið.
Brjóstahaldatoppurinn frá Dior sló í gegn.
Þær Rihanna og Cara Delevingne voru kátar 17.
júlí í Los Angeles þar sem þær hittust til að vera
viðstaddar forsýninguna á mynd Lucs Besson,
Valerian and the City of a Thousand Planets
.
Hjónin Tom Hardy og Charlotte Riley höfðu
greinilega gaman hvort af öðru á forsýningu
myndarinnar
Dunkirk
í London 13. júlí, en
Tom fer einmitt með stórt hlutverk í henni.