

22
Myndir mánaðarins
The Promise
25. ágúst
133
mín
Aðalhlutv.:
Oscar Isaac, Charlotte Le Bon og Christian
Bale
Leikstjórn:
Terry George
Útgefandi:
Myndform
VOD
Söguleg ástarsaga
Þegar Mikael Boghosian fær tækifæri til að hefja nám í læknisfræði í Konst-
antínópel grunar hann ekki að því fylgi bæði ástarævintýri og lífshætta.
The Promise
er mögnuð og áhrifarík ástarsaga sem er byggð inn í þá sannsögu-
legu atburði þegar Ottóman-heimsveldið svokallaða riðaði til falls í upphafi fyrri
heimsstyrjaldarinnar, semaftur leiddi af sér ýmis grimmdarverk, m.a. þjóðarmorð
á Armenum sem náðu ekki að flýja ofsóknirnar í tíma. Myndinni er leikstýrt af
Terry George sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2005 fyrir handrit sitt að
myndinni
Hotel Rwanda
og árið 1995 fyrir handritið að
In the Name of the Father
,
en hann leikstýrði einnig fyrrnefndu myndinni sem fjallaði einmitt um önnur
skelfileg þjóðarmorð, þegar hútúar í Rúanda myrtu allt að milljón tútsa árið 1994.
The Promise
Enginn getur verið öruggur
Myndin gerist að mestu í Tyrklandi og í Arm-
eníu við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar.
l
Það vakti mikla athygli í apríl síðast-
liðnum að áður en
The Promise
var
frumsýnd höfðu tugir þúsunda gefið
henni 1, eða lökustu einkunn á Imdb,
þrátt fyrir að það stæðist ekki að
þeir hefðu séð hana. Nokkuð ljóst
er að þarna var á ferðinni skipulögð
ófrægingaherferð, en tyrknesk yfir-
völd hafa löngum verið viðkvæm fyrir
því að þjóðarmorðunum á Armenum
séu gerð skil í máli eða myndum. Um
leið vakti þetta auðvitað spurningar
um áreiðanleika einkunna sem not-
endur Imdb.com gefa myndum.
Punktar ............................................................................................
HHH
1/2
- R.Ebert.com
HHH
1/2
- ReelViews
HHH
1/2
- Chicago Sun-Times
HHH
- Empire
HHH
- Guardian
HHH
- TimeOut
HHH
- Entertainm.W.
Jonah Hill hefur lagt töluvert af undanfarið og
er nú að gera sína fyrstu mynd sem leikstjóri,
en hún heitir
Mid ’90s
og er myndin hér fyrir
ofan tekin á „settinu“ 12. júlí í Los Angeles.
Á sama tíma var Steven Spielberg í New York að
taka upp atriði í nýjustu mynd sinni sem nefnist
The Papers
en ekki
The Post
eins og við hér hjá
Myndummánaðarins sögðum í júlíblaðinu.
Og á meðan Spielberg var að taka upp sína
mynd einhvers staðar í New York var Rebel
Wilson í Central Park að leika í fyrsta atriðinu í
Isn’t It Romantic
eftir Todd Strauss-Schulson.