

19
Myndir mánaðarins
The Circle
The Circle
Vísindaskáldsaga
Það er alltaf einhver að fylgjast með
Aðalhlutverk:
Emma Watson, Tom Hanks, Bill Paxton, Karen
Gillan, John Boyega og Glenne Headly
Leikstjórn:
James Ponsoldt
Útgefandi:
Myndform
Veistu svarið?
Tom Hanks hefur verið ákaflega afkastamikill að
undanförnu og leikið í hverri myndinni á fætur
annarri. Hann mun næst birtast í nýjustu mynd
Stevens Spielberg þar sem hann leikur einn fræg-
asta fréttamann Washington Post. Hvern?
Ben Bradlee.
18. ágúst
Punktar ....................................................
l
The Circle
er byggð á samnefndri skáldsögu rithöfundarins Daves
Eggers sem hefur notið mikillar velgengni allt frá því að hann gaf
út sína fyrstu bók,
A Heartbreaking Work of Staggering Genius
árið
2000, þá þrítugur að aldri. Dave hefur síðan verið ákaflega afkasta-
mikill og sent frá sér fjölda ritverka, s.s. greinar, smásögur, skáld-
sögur og handrit, bæði frumsamin og eftir bókum annarra. Fyrir
utan
The Circle
hafa þrjár af bókum hans og eitt handrit orðið að
bíómyndum, nú síðast TomHanks-myndin
AHologramFor the King
og þar á undan myndirnar
Away We Go
,
Where the Wild Things Are
og
Promised Land
semGus Van Sant leikstýrði árið 2012. Dave skrif-
aði sjálfur handritið að þessari mynd upp úr sinni eigin sögu.
l
The Circle
er síðasta myndin sem þau Bill Paxton og Glenne Head-
ly léku í en Bill lést 25. febrúar síðastliðinn og Glenn 8. júní. Um leið
var þetta í annað sinn sem Bill og Tom Hanks léku hvor á móti
öðrum í bíómynd en það gerðu þeir einnig í myndinni
Apollo 13
.
Mae Holland er ung kona semverður afar glöð þegar hún land-
ar nýju starfi hjá hátæknirisanum The Circle. Fljótlega renna
þó á hana tvær grímur þegar hún uppgötvar að nýjasta afurð
fyrirtækisins er hátæknibúnaður sem gerir hverjum sem er
kleift að fylgjast með hverjum sem er hvar og hvenær sem er.
The Circle
er ógnvekjandi framtíðar- og vísindaskáldsaga sem
gerist í heimi þar sem allir geta fengið að vita allt um alla hvenær
sem þeir vilja. Þetta þýðir einfaldlega að hver einasti einstaklingur
er í raun sviptur einkalífi sínu og frelsi og við þá spurningu hvort
það sé gott eða slæmt þarf Mae Holland að glíma. Óhætt er að
segja að niðurstaða hennar eigi eftir að koma verulega á óvart ...
Mae Holland finnst hún hafa dottið í lukkupottinn þegar
hún fær draumastarf hjá hátæknifyrirtækinu The Circle.
En Mae fær alvarlega bakþanka þegar hún uppgötvar að nýjasta
afurð fyrirtækisins sviptir í raun alla einstaklinga einkalífi sínu.
Tom Hanks leikur eiganda og forstjóra The Circle, Eamon Bailey.
HHH
1/2
- H. Reporter
HHH
1/2
- Screen
HHH
1/2
- Variety
VOD
110
mín