Previous Page  14 / 29 Next Page
Show Menu
Previous Page 14 / 29 Next Page
Page Background

14

Myndir mánaðarins

Vikings – Norman

Norman er „fixari“ í New York sem hreint og beint reddar hverju því sem

viðskiptavinir hans vilja láta reddast. En getur hann reddað sjálfum sér?

Norman

er fimmta mynd verðlaunaleikstjórans Josephs Cedar og sú fyrsta síðan

hann sendi frá sér meistaraverkið

Footnote

(

Hearat Shulayim

) sem sópaði til sín

ísraelsku kvikmyndaverðlaununum árið 2012 og var m.a. tilnefnd til Óskarsverð-

launa sem besta erlenda mynd ársins. Hér segir hann okkur hina merku sögu af

Norman Oppenheimer (sem Richard Gere þykir leika stórkostlega), en sá hefur

sérhæft sig í að útvega öðrum það sem þeir vilja. Starfinu fylgir hins vegar sá

ókostur að áður en hann getur sannfært menn um að ráða sig í vinnu þarf hann

að sanna að hann geti í raun reddað málum fyrir þá. Dag einn vingast hann við

stjórnmálamann semhefur ekki átt sjö daga sæla og þau kynni eiga þremur árum

síðar eftir að breyta lífi beggja til frambúðar – til góðs eða ills fyrir Norman ...

Norman

Þetta reddast

10. ágúst

118

mín

Aðalhl.:

Richard Gere, Lior Ashkenazi, Michael Sheen

og Steve Buscemi

Leikstj.:

Joseph Cedar

Útg.:

Sena

VOD

Drama

Richard Gere leikur Norman Oppenheimer

í þessari snjöllu mynd Josephs Cedar.

l

Myndin, sem ber undirtitilinn

The

Moderate Rise and Tragic Fall of a

New York Fixer

, hefur eins og sést á

stjörnugjöfinni hér fyrir ofan hlotið

afar góða dóma margra gagnrýnenda

og er af sumum talin ein af tíu bestu

óháðu bandarísku bíómyndum ársins

2016. Er það ekki síst fyrir einkar gott

handrit leikstjórans Josephs Cedar og

frábæran leik Richards Gere í hlutverki

hins sérstaka Normans sem er sann-

arlega ekki allur þar semhann er séður.

Punktar ............................................................................................

HHHH

1/2

- N.Y. Times

HHHH

1/2

- Variety

HHHH

- Hollywood Reporter

HHHH

1/2

- Rolling Stone

HHHH

- L.A. Times

HHHH

- Screen Internat.

Vikings

-þættirnir segja frá hinum sigursæla Ragnari loðbrók og mönnum

hans, en Ragnar telst hafa herjað fyrstur víkinga á England og Frakkland.

Ragnar loðbrók, sonur Sigurðar hrings Danakonungs og tengdasonur Sigurðar

Fáfnisbana, var fæddur á ofanverðri áttundu öld og segir sagan að hann hafi

verið mestur allra víkinga. Af honum fer einnig það orð að enginn hafi verið

snjallari honum í herkænsku og þótt heilu herirnir hafi verið sendir á móti honum

og mönnum hans bæði í Englandi og Frakklandi tókst honum ávallt að blekkja

alla sína óvini, fanga þau verðmæti sem hann sóttist eftir og komast undan. Hér

er um að ræða seinni hluta þáttaraðar fjögur, þ.e. þætti 12 til 20, en fyrri hlutinn,

11 fyrstu þættirnir, kom út í nóvember á síðasta ári.

Víkingar

Vikings

Sagan af Ragnari loðbrók – þáttaröð 4, annar hluti

10. ágúst

Vikings

-þættirnir njóta mikilla vinsælda enda vel gerðir, dramatískir og spennandi.

Aðalhl.:

Travis Fimmel, Clive Standen, Gustaf Skarsgård

Höfundur:

Michael Hirst

Útgefandi:

Myndform

Punktar ............................................................................................

l

Vikings

-þættirnir hafa hlotið frábæra dóma, eru með 8,7 í einkunn frá 248.200

notendum á Imdb.com og hafa m.a. verið tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna.

540

mín

VOD

DVD