Previous Page  12 / 29 Next Page
Show Menu
Previous Page 12 / 29 Next Page
Page Background

12

Myndir mánaðarins

Undirheimar

Undirheimar

Spenna/Hasar

Hefnd er eina réttlætið

Aðalhlutverk:

Dar Salim, Stine Fischer Christensen, Ali Sivandi,

Jakob Ulrik Lohmann, Roland Møller, Dulfi Al-Jabouri og B. Branco

Leikstjórn:

Fenar Ahmad

Útgefandi:

Myndform

112

mín

Susanne Bier.

4. ágúst

Punktar ....................................................

l

Dar Salim, sem leikur aðalhlutverk myndarinnar, undirbjó sig vel fyrir

gerð hennar og æfði m.a. sparkbox undir stjórn Lars Krusaa, landsliðs-

þjálfara danska sparkboxlandsliðsins. Dar kynnti sér einnig skurðlækn-

ingar og fékk m.a. að fylgjast með hjartaskurðlæknum að störfum.

l

Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Fenar Ahmad, hefur

sagt að sagan í myndinni sé innblásin af sinni eigin reynslu þegar

yngri bróðir hans lenti í miklum vandræðum gagnvart glæpalýð.

l

Einn af framleiðendummyndarinnar er Þórir Snær Sigurjónsson sem

framleiddi m.a. myndirnar

Eldfjall

,

Svartur á leik

,

París norðursins

,

Z for

Zachariah

,

Hrútar

,

Only God Forgives

,

The Neon Demon

,

Ég man þig

og

Undir trénu

sem er væntanleg í bíó í septemberlok.

Zaid er virtur hjartaskurðlæknir sem á von á sínu fyrsta barni

með eiginkonunni Stine. Veröld þeirra fer hins vegar á hvolf

þegar bróðir Zaids, Yasin, ermyrtur og lögreglan getur ekkert

aðhafst vegna skorts á sönnunargögnum þrátt fyrir að vita

hverjir voru að verki. Við það getur Zaid ekki sætt sig og

ákveður að ganga sjálfur á milli bols og höfuðs á hinum seku.

Danska myndin

Undirheimar

eftir Fenar Ahmad hefur hlotið afar

góða dóma gagnrýnenda og þykir einhver besta spennu- og

hasarmynd sem gerð hefur verið á Norðurlöndum á síðari árum. Í

aðalhlutverki er íransk-ættaði Daninn Dar Salim sem fyrir utan leik

í myndum eins og

The Devil’s Double

og

Exodus: Gods and Kings

lék

m.a. Qotho í

Games of Thrones

-seríunni, Amir Dwian í

Borgen

og

Peter í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum

Bron

/

Broen

.

Læknirinn Zaid ákveður að taka lögin í sínar hendur eftir að honum

verður ljóst að lögreglan getur ekki ákært morðingja bróður hans.

Myndin gerist að miklu leyti á strætum Kaupmannahafnar.

Dar Salim fer með hlutverk Zaids sem sumir hafa sagt vera mitt á milli

Pauls Kersey sem Charles Bronson lék í

Death Wish

og Johns Wick.

VOD

HHHHH

- Berlingske

HHHHH

- BT

HHHHH

- Politiken

HHHHH

- Ekstra Bladet

HHHHH

- Metroxpress

Veistu svarið?

Danska leikkonan Stine Fischer Christensen leikur

eiginkonu Zaids en Stine vakti fyrst verulega athygli

í Óskarstilnefndu myndinni

Efter brylluppet

árið

2006 og hlaut fyrir leik sinn í henni bæði Robert- og

Bodil-verðlaunin. Hver leikstýrði henni þar?