Previous Page  15 / 29 Next Page
Show Menu
Previous Page 15 / 29 Next Page
Page Background

15

Myndir mánaðarins

Litli prinsinn – Adult Life Skills

Sagan um litla prinsinn eftir franska rithöfundinn, ljóðskáldið og frumkvöðul-

inn Antoine de Saint-Exupéry kom út árið 1943 og er talin ein mest þýdda bók

allra tíma. Hún kom út hér á landi árið 1961 í þýðingu Þórarins Björnssonar.

Hér er á ferðinni vönduð, tölvuteiknuð sería sem

byggð er á þessari bók, eða öllu heldur innblásin af

henni því í seríunni, sem telur alls 72 þætti, lendir litli

prinsinn í mörgum öðrum ævintýrum en þeim sem

greint var frá í upprunalegu bókinni.

Sagan er um prins einn sem ferðast um himingeim-

inn á litlum loftsteini ásamt rósinni sinni og refi

nokkrum semgetur talað. Saman lenda þau í hinum

margvíslegustu ævintýrum þegar þau heimsækja

framandi staði og kynnast þar kostulegum persón-

um sem oftar en ekki þurfa á aðstoð að halda.

Í þessari fyrstu útgáfu seríunnar er að finna fyrstu 4

þættina og er hver þeirra um 26 mínútur að lengd.

Barnaefni

Litli prinsinn

Þú getur breytt öllu

11. ágúst

Teiknimyndir

með íslensku tali um litla prinsinn.

Útgefandi:

Myndform

104

mín

VOD

Annaer tæplegaþrítugkona semhefur kosiðaðeinangra sig fráumheimin-

um í garðskúr á lóðmóður sinnar og neitar að taka þátt í veröld fullorðinna.

Adult Life Skills

er mynd sem allir unnendur hnyttinna breskra gamanmynda

ættu að sjá. Við kynnumst hér hinni sérstöku Önnu sem eftir persónulegt áfall

hreiðraði um sig í garðskúr á lóð móður sinnar, klæðir sig eins og hún sé heimilis-

laus umrenningur og vill sem allra minnst af öðrum vita. Þessi hegðun hefur

orðið móður hennar til sívaxandi mæðu og þegar vika er í þrítugsafmæli Önnu

ákveður hún að setja dóttur sinni úrslitakosti sem eiga eftir að breyta öllu.

Adult Life Skills

Hvenær verður fólk fullorðið?

11. ágúst

96

mín

Aðalhl.:

Jodie Whittaker, Lorraine Ashbourne og Brett

Goldstein

Leikstj.:

Rachel Tunnard

Útg.:

Myndform

Punktar ............................................................................................

VOD

Gamanmynd

l

Adult Life Skills

er byggð á stuttmynd-

inni

Emotional Fusebox

sem Rachel

Tunnard gerði 2014 og var tilnefnd

til bæði BAFTA- og Óháðu bresku

kvikmyndaverðlaunanna sem besta

stuttmynd ársins.

l

Adult Life Skills

hefur einnig hlotið

mörg verðlaun og viðurkenningar, þ. á

m. Óháðu bresku kvikmyndaverðlaunin

fyrir handritið og fyrir leik Bretts

Goldstein í aukahlutverki, en Jodie

Whittaker var einnig tilnefnd til

Óháðu verðlaunanna fyrir besta leik

í aðalhlutverki kvenna. Myndin hlaut

enn fremur Noru Ephron-verðlaunin á

Tribeca-kvikmyndahátíðinni í fyrra og

verðlaun breskra handritshöfunda fyrir

bestu frumraun handritshöfundar.

Jodie Whittaker leikur Önnu í þessari

skemmtilegu bresku gamanmynd en

Jodie hefur verið mikið í fréttum að

undanförnu eftir að hún var ráðin til

að leika Doctor Who í samnefndum

sjónvarpsþáttum frá BBC.