

13
Myndir mánaðarins
Our Last Tango – K3
Heimildarmynd umargentínska pariðMaríuNieves Rego og Juan Carlos Copes
sem byrjuðu saman á unglingsárum og urðu síðan eftirlæti argentínsku þjóð-
arinnar semdansarar næstu fimmtíu árin, eða allt þar til sambandi þeirra lauk.
Segja má að þessi merka heimildarmynd Germans Kral, sem er framleidd m.a. af
Wim Wenders, sé marglaga því um leið og hún fjallar um umtalað ástarsamband
tveggja frægustu dansara Argentínu fyrr og síðar og hin bitru sambandsslit þeirra
fimmtíuárumeftir aðþauhittust fyrst segir húnum leið fráuppgangi tangódansins
sem þau María og Juan áttu stóran þátt í að gera eins vinsælan og raun ber vitni,
fyrst í heimalandinu og löndunum í kring á sjöunda og áttunda áratug síðustu
aldar og síðan í Evrópu og Bandaríkjunum, ekki síst eftir að þau sömdu og
frumfluttu dansverkið
TangoArgentino
semnáði miklumvinsældumbeggja vegna
Atlantshafsins og var tilnefnt til Tony-verðlauna þegar það var sýnt á Broadway.
Allan tímann var persónulegt samband
þeirra í kastljósi argentínsku slúðurpress-
unnar enda stormasamt í meira lagi ...
Heimildarmynd
Our Last Tango
Lífið var tangó
4. ágúst
Heimildarmynd
eftir German Kral
Útgefandi:
Myndform
85
mín
VOD
HHHH
1/2
- NewYork Times
HHHH
- Hollywood Reporter
HHH
- Los Angeles Times
Punktar ........................................
l
Í myndinni koma frammargir af virtustu
tangódönsurum Argentínu sem endur-
skapa andrúmsloftið í tangóheimi Argen-
tínuáuppgangstímumMaríuogJuansog
setja bæði ástarsögu þeirra, dans og bitur
sambandsslitin í leikrænan búning um
leið og María og Juan segja áhorfendum
sögu sína, hvort frá sinni hlið.
Fjallhressir teiknimyndaþættir um poppsöngkonurnar Kötu, Kylie og Kim
sem í tónleikaferðum sínum um heiminn lenda í ótrúlegustu ævintýrum.
Krökkum á öllum aldri er hér boðið með í tónleikaferð um víða veröld með þeim
Kötu, Kylie og Kim sem saman nefna sig K3. Þær eru æskuvinkonur sem fyrir utan
sönginnogaðkoma framá tónleikumslá aldrei hendinni ámóti öðrumævintýrum
semþeimbýðst að taka þátt í á ferðum sínum, hvort semþau snúast um að góma
fingralanga, berjast við skrímsli eða hjálpa þeim semminna mega sín í veröldinni.
Þetta er safn númer fjögur í seríunni, þættir 25 til 31.
K3
Alltaf saman – að eilífu
4. ágúst
95
mín
Teiknimyndir
með íslensku tali um K3-sönghópinn
Útgefandi:
Myndform
Punktar ............................................................................................
VOD
Barnaefni
l
Þættirnir um þær Kötu, Kylie og Kim eru framleiddir af sama fyrirtæki og gerði
þættina um Mæju býflugu, Vigga víking, Heiðu og Artúr og mínímóana.