Previous Page  10 / 29 Next Page
Show Menu
Previous Page 10 / 29 Next Page
Page Background

10

Myndir mánaðarins

Two Lovers and a Bear

3. ágúst

96

mín

Aðalhlutv.:

Dane DeHaan, Tatiana Maslany og Gordon

Pinsent

Leikstjórn:

Kim Nguyen

Útgefandi:

Sena

VOD

Drama/Spenna

Þegar alvarleg hætta steðjar að þeim Roman og Lucy sem búa í bænum

Apex á Baffineyju í Norður-Kanada neyðast þau til að grípa til sinna ráða.

Two Lovers and a Bear

er nýjasta mynd hins margverðlaunaða kanadíska leikstjóra

Kims Nguyan sem síðast sendi frá sér myndina

War Witch

og gerði einnig mynd-

irnar

TheMarsh

og

City of Shadows

. Þetta er firnavel gerð og leikin ástar- og örlaga-

saga, blönduð spennu og skemmtilegri fantasíu þar sem ísbjörn nokkur leikur

stórt og óvænt hlutverk. Sagan og atburðarásin, semvið förumekki nánar út í hér,

kemur líka verulega á óvart og inniheldur áhrifaríka fléttu sem fæstir áhorfendur

munu geta séð fyrir en eiga örugglega ekki eftir að gleyma í bráð ...

Two Lovers and a Bear

Þú veist aldrei hvað bíður þín

Tatiana Maslany og Dane DeHaan leika þau

Lucy og Roman í

Two Lovers and a Bear

.

l

Myndin er nánast öll tekin upp í

bænum Apex sem stendur austan

við bæinn Iqaluit á Baffineyju í

Norður-Kanada, rétt sunnan við

heimskautsbaug, en þar ráku

Bandaríkin á árum áður eina af

sínum nyrstu svokölluðu D.E.W.-

radar-, flug- og herstöðvum sem var

ætlað það hlutverk að vara við innrás

óvina úr norðri, en skammstöfunin

D.E.W. stendur fyrir „Distant Early

Warning“. Þess má geta að hin

eftirminnilega verðlaunamynd

Map

of the HumanHeart

var einmitt tekin

upp á þessum slóðum árið 1992.

Punktar ............................................................................................

HHHH

- Screen

HHHH

- Variety

HHH

1/2

- RogerEbert.com

HHH

- L. A. Times

HHH

- N. Y. Times

HHH

- Hollywood Reporter

Harry Styles virkaði glaður og hress þar sem

hann kom á forsýningu myndarinnar

Dunkirk

í

New York 18. júlí, en í henni fer hann með sitt

fyrsta kvikmyndahlutverk og stendur sig vel.

Justin Bieber hafði þrátt fyrir annir tíma til að

skreppa til Beverly Hills 19. júlí, en nokkrum

dögum síðar kom hann á óvart með því að af-

lýsa restinni af tónleikaferðinni sem hann var í.

Kylie Jenner var bara nokkuð sátt með nýju

vaxstyttuna af sjálfri sér sem afhjúpuð var í

vaxmyndasafni Madam Tussauds í Holly-

wood 18. júlí með tilheyrandi húllumhæi.