Previous Page  29 / 29
Show Menu
Previous Page 29 / 29
Page Background

29

Myndir mánaðarins

Myndasyrpa í lokin

Ryan Gosling leit hvorki til hægri né

vinstri þegar hann mætti á Comic Con-

kvikmyndaráðstefnuna í San Diego 23. júlí

til að kynna myndina

Blade Runner 2049

.

Charlize Theron var einnig á Comic Con-

ráðstefnunni í San Diego þar sem hún var

m.a. að kynna myndina

Atomic Blonde

sem hún leikur aðalhlutverkið í.

Á meðan var Orlando Bloom á ströndinni

eins og venjulega og sá enga ástæðu til að

fela fastmótaða magavöðvana. Sem betur

fer var hann þó í buxum að þessu sinni.

Lindsay Lohan sem heimsótti okkur Íslendinga

ekki alls fyrir löngu var komin til Grikklands

24. júlí þar sem hún skemmti sér auðvitað

konunglega eins og annars staðar.

Jennifer Lopez og unnusti hennar, Alex

Rodriguez, brostu út að eyrum fyrir utan Hard

Rock-veitingastað í Miami 23. júlí og hafa

sennilega verið svona ánægð með matinn.

Rob Lowe var ásamt syni sínum Matthew í HM-

verslun í New York 24. júlí, en Matthew er nú

orðinn 24 ára og er a.m.k. með sams konar hár

og pabbinn. Mamma hans er Sheryl Berkoff.