

20
Myndir mánaðarins
Skemmtilegir enskir tölvuteiknaðir þættir um hinn bogfima Hróa hött og
félaga hans í Skírisskógi sem berjast í þágu þeirra sem minna mega sín
gegn ofríki Jóhanns konungs og hvers konar spillingu og harðstjórn hans.
Sögurnar um alþýðuhetjuna Hróa hött og alla góðu félagana hans í Skírisskógi
hafa hér fengið hressilega andlitslyftingu í bráðskemmtilegum teiknimyndum
þar sem hvert ævintýrið rekur annað.
Hér er um að ræða fimmta hlutann í seríunni, sjö þætti (nr. 32 til 38) sem koma út
á VOD-leigunum, en fyrri hlutarnir komu út í maí, júlí og október á síðasta ári og
í febrúar sl. og ættu enn að vera fáanlegir. Skelltu þér með í baráttuna ásamt
Tóka munki, Litla-Jóni og Maríu og öllum hinum bandamönnum Hróa hattar!
Hrói höttur – 5. hluti
Sjö nýjar teiknimyndir umHróa hött og félaga
18. ágúst
100
mín
Teiknimyndir
með íslensku tali um Hróa hött og félaga
Útgefandi:
Myndform
VOD
Teiknimyndir
18. ágúst
92
mín
Aðalhlutverk:
Naomi Watts, Elle Fanning og Susan
Sarandon
Leikstjórn:
Gaby Dellal
Útgef.:
Myndform
VOD
Gamandrama
Þegar Ray ákveður að fara í kynskiptaaðgerð þarf hann ekki bara samþykki
móður sinnar og ömmu heldur einnig föður síns sem hún þekkir ekki neitt.
3 Generations
er gamansöm mynd með úrvalsleikkonunum Naomi Watts, Susan
Sarandon og Elle Fanning í aðalhlutverkunum, en þær leika hér mæðgurnar
Maggie, Dolly og Ray. Sú síðastnefnda er reyndar strákur í kvenmannslíkama sem
er að undirbúa kynskiptingu þegar þess er krafist að hann fái samþykki föður síns,
en hann hefur Ray ekki séð frá barnsaldri og þekkir ekki neitt. Þegar faðirinn
neitar að skrifa undir neyðist Ray til að fara og sannfæra hann í eigin persónu ...
3 Generations
Sumir eru ekki allir þar sem þær eru séðar
Elle Fanning, Naomi Watts og Susan Sarandon leika mæðgurnar þrjár í
3 Generations
.
l
3 Generations
er þriðja bíómynd leikstjórans og handritshöfundarins Gaby
Dellal en hún gerði einnig myndirnar
The Ride
,
On a Clear Day
og
Angels Crest
.
Punktar ............................................................................................
3 Generations – Hrói höttur
HHH
- L.A. Times
HHH
- N.Y. Times
HHH
- Screen Int.
HHH
- Variety