

16
Myndir mánaðarins
Fast & Furious 8
Fast & Furious 8
Hasarmynd
Reglurnar hafa breyst
Aðalhlutverk:
Vin Diesel, Charlize Theron, Dwayne Johnson, Jason
Statham, Scott Eastwood, Michelle Rodriguez og Helen Mirren
Leikstjórn:
F. Gary Gray
Útgefandi:
Myndform
136
mín
Veistu svarið?
Leikstjórinn F. GaryGray hefur gertmargar fínarmynd-
ir í gegnum árin og við spyrjum einfaldlega: Hver var
hans fyrsta bíómynd (sem sló í gegn árið 1995)?
Friday.
17. ágúst
Punktar ....................................................
l
Segja má að Scott Eastwood, sonur Clints Eastwood, komi hér inn
í seríuna í stað Pauls Walker sem lést í bílslysi í nóvember árið 2013,
en þeir tveir voru í raunveruleikanummjög góðir vinir.
l
Fyrir utan atriðin sem tekin voru upp á Íslandi, þar á meðal á
Akranesi og við Mývatn, var myndin að mestu tekin upp í Havana á
Kúbu, á Manhattan í New York, í Atlanta í Georgíuríki og í Berlín.
l
Þessi áttunda mynd seríunnar er næstvinsælasta myndin til þessa
á eftir sjöundu myndinni. Staðfest hefur verið að a.m.k. tvær myndir
í viðbót verði gerðar og verður níunda myndin frumsýnd 2019 og sú
tíunda 2021. Hvort ellefta myndin verður gerð kemur síðar í ljós.
Já, reglurnar hafa sannarlega breyst í þessari áttundu mynd
Fast and Furious
-seríunnar þegar aðalmaður þeirra og höfuð
„fjölskyldunnar“, Dominic Toretto, svíkur bæði félaga sína og
eiginkonu og gengur í lið með hátæknisérfræðingnum og
glæpadrottningunni Cipher. Hvað gengur Dominic til?
Ef einhvern tíma er óhætt að lofa áhorfendum hasar þá er það í
Fast and Furious
-myndunum og er þessi áttunda mynd seríunnar
engin undantekning frá þeirri reglu, þvert á móti. Í henni stendur
hasarinn reyndar nær Íslendingum en áður því eins og flestir vita
eru nokkur af aðalatriðum myndarinnar tekin upp hér á landi.
Sem fyrr eru bílar og alls kyns önnur farartæki fyrirferðarmikil í
sögunni en um hana segjum við ekki meira til að skemma ekki fyrir
þeim sem sáu ekki myndina í bíó. Diskurinn kemur út 17. ágúst.
Charlize Theron leikur Cipher sem tælir Dominic Toretto og
fær hann til að svíkja félaga sína – eða þannig lítur það út.
Ein sprengjan í myndinni er sú öflugasta sem sprengd
hefur verið á Íslandi í tengslum við kvikmyndagerð.
Félagar Dominics vita að sjálfsögðu ekki hvers vegna hann
snerist skyndilega gegn þeim en að því verða þau að komast.
DVD
HHHH
- Village Voice
HHHH
- Variety
HHHH
- Playlist
HHH
1/2
- R. Stone
HHH
1/2
- Screen
HHH
1/2
- E.W.