

6
Myndir mánaðarins
Vatnsberinn 20. jan. - 18. feb.
Tvíburarnir 21. maí - 21. júní
Vogin 23. sept. - 23. okt.
Stjörnuspá mánaðarins
Af einhverjum ástæðum eru möl-
flugur áberandi í kortunum þínum
sem þýðir að þú þarft að fara að
taka til í skápnum. Þú sigrar glæsi-
lega í dorgveiðikeppni í Alaska.
Þú tekur hlutunum allt of alvarlega
og ættir að fara að slaka dálítið á
kröfunum sem þú gerir. Hvað með
það þótt einhver hafi sagt að þú
getir ekkert í fótbolta? Kommon.
Þar sem greindarvísitala þín er lág
þessa dagana vegna skorts á orku
og vitsmunum skaltu ekki taka að
þér nein verkefni á næstunni sem
krefjast hugsunar, t.d. útreikninga.
Það eru bjartir tímar framundan
hjá þér með blómi í haga, senni-
lega lúpínu. Farðu þér samt hægt í
umferðinni á næstunni svo þú farir
ekki í út í skurðinn eins og Þráinn.
Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv.
Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des.
Ef þú hefur ekkert betra að gera
mæla stjörnurnar með því að þú
lesir öll ritverk Shakespeares en
það á eftir að koma sér vel næst
þegar þú lendir í spurningakeppni.
Steingeitin 22. des. - 19. jan.
Settu hreint á rúmið í næstu viku
því þú átt von á gesti úr fortíðinni.
Mundu eftir að sópa öllum vanda-
málunum sem þú hefur glímt við
undir teppið áður en hann kemur.
Krabbinn 22. júní - 22. júlí
Það gengur flest á afturfótunum
hjá þér þessa dagana og því færðu
gott tækifæri til að nota framfæt-
urna meira. Kauptu þér sements-
poka til að prófa hvernig það er.
Ljónið 23. júlí - 22. ágúst
Ef þér leiðist að hjakka alltaf í sama
farinu skaltu finna þér nýtt áhuga-
mál sem gerir ekki meiri kröfur til
þín en þú höndlar. Viðmælummeð
gosflösku- eðakrikketspaðasöfnun.
Meyjan 23. ágúst - 22. sept.
Þú virðist vera með allt á hornum
þér þessa dagana sem er allt í lagi
svo framarlega sem það er ekki
þvotturinn semhvarf af snúrunum
hjá Sigríði á Þeistareykjarstöðum.
Fiskarnir 19. feb. - 20. mars
Þú hefur lifað langt um efni fram
að undanförnu og þarft því annað
hvort að redda þér meiri peningi
eða slá Lamborghini-kaupunum á
frest, a.m.k. fram á næsta ár.
Hrúturinn 21. mars - 19. apríl
Það er kominn tími til að þú takir
hlutunum alvarlega og því mæla
stjörnurnar sterklega með að þú
fáir þér áttavita og staðsetningar-
tæki sem heldur þér á Jörðinni.
Nautið 20. apríl - 20. maí
Samkvæmt stjörnunum bendir allt
til að þú farir hringinn í ágúst eða
að þú endir a.m.k. á sama stað og
þú byrjaðir. Skjóttu upp nokkrum
flugeldum til að fagna haustinu.
Dane DeHaan rekur m.a. ættir
sínar til Hollands og þaðan er
ættarnafn hans komið. De haan
þýðir bókstaflega „hani(nn)“ á
hollensku. Systir hans, sem er með
honum hér á myndinni fyrir ofan,
heitir Meghann Carl DeHaan.
Richard Gere varð stórstjarna
eftir að hann lék í myndunum
Days of Heaven
(1978),
American
Gigolo
(1980) og
An Officer and a
Gentleman (1982)
. Í öllum tilfellum
hafði John Travolta hafnað hlut-
verkunum. Eftir að Richard, sem er
búddisti og aðdáandi Dalai Lama,
gagnrýndi kínversk stjórnvöld fyrir
mannréttindabrot í Tíbet, m.a. í
ræðu á Óskarsverðlaunahátíðinni
árið 1993, hafa allar myndir með
honum verið bannaðar í Kína.
Þetta varð afdrifaríkt fyrir feril hans
því síðan hefur hann ekki komið til
greina í hlutverk í stórmyndum
sem til stendur að sýna í Kína.
Velski leikarinn Michael Sheen ólst
upp í bænum Port Talbot eins og
Richard Burton, en þar er Anthony
Hopkins einnig fæddur. Faðir
Michaels, Meyrick Sheen, vann
um langt skeið fyrir sér sem Jack
Nicholson-tvífari, enda er hann
sláandi líkur Jack í útliti.
Steve Buscemi, sem er fæddur
í Brooklyn 13. desember 1957,
starfaði sem slökkviliðsmaður í
New York á árunum 1980 til 1985,
eða allt þar til hann landaði sínu
fyrsta kvikmyndahlutverki.
Jodie Whittaker var gefið nafnið
Jodie í höfuðið á Jodie Foster.
Vin Diesel, sem heitir í raun Mark
Sinclair, á tvíburabróður sem heitir
Paul Vincent. Þeir bræður, sem eru
fæddir 18. júlí 1967, hafa aldrei hitt
raunverulegan föður sinn enda vita
þeir ekki hver hann er – eða var.
Réttur og upprunalegur fram-
burður á nafni Charlize Theron er
eins og „sjarlís tíron“, en nafnið er
suður-afrískt enda er móðurmál
hennar afrikaans, ekki enska.
Emma Watson hefur haldið dag-
bók frá unga aldri, skrifar í hana á
hverjum degi og telur dagbóka-
safn hennar nú hátt í 40 bækur.
Þrátt fyrir að hafa báðar verið eftir-
sóttar leikkonur frá unga aldri hafa
systurnar Dakota og Elle Fanning
aldrei leikið saman í mynd fyrir
utan myndina
I Am Sam
árið 2000,
en Elle var þá aðeins tveggja ára
og man lítið eftir því.
Susan Sarandon var sagt að hún
gæti ekki eignast börn og því kom
það henni og læknum hennar í
opna skjöldu þegar hún varð ófrísk
af sínu fyrsta barni 37 ára gömul.
Fyrsta mynd Christophers Nolan,
Following
(1998), kostaði aðeins
sex þúsund pund í framleiðslu.