Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) tileinka árið 2015 moldinni og mikilvægi jarðvegsverndar fyrir matvælaframleiðslu, vatnsmiðlun og loftgæði.
Landgræðslan, Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna og félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hafa sett saman dagskrá til að minna á mikilvægi moldarinnar og munu kynna viðburðadagatal ársins á opnunarhátíð í Tjarnarbíói þann 24. mars nk. frá klukkan 17:00-19:00.
Þar verður meðal annars sýnd stytt útgáfa af heimildamyndinni Dirt! The Movie, margverðlaunaðri heimildamynd frá árinu 2012. Myndin fjallar um mikilvægi moldarinnar í samfélags- og vistfræðilegu samhengi og áhrif jarðvegseyðingar á til að mynda loftslagsbreytingar.
Henni er fyrst og fremst ætlað að vekja okkur til umhugsunar um hvað við getum gert sem einstaklingar og sem þjóðir til að vernda þessa lítt sýnilegu en gríðarlega mikilvægu auðlind.
Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.