Alltaf er jafnleiðinlegt að greina frá svona slæmum tíðindum. Þetta er einmitt búinn að vera mjög vondur tími síðustu vikur vegna þess að tveir töffarar hafa yfirgefið okkur bíóáhugamennina, langt fyrir aldur má segja. Fyrst Tony Scott og núna meistarinn mikli, hann Michael Clarke Duncan, sem var aðeins 54 ára að aldri en bar aldurinn ótrúlega vel.
Hin stórvaxni og dimmraddaði Duncan náði sér aldrei fyllilega eftir alvarlegt hjartaáfall um miðjan júlí og dró það hann á endanum til dauða í morgu samkvæmt tilkynningu frá unnustu hans. Fyrir þá sem ekki vita þá lék hann m.a. í myndum á borð við Armageddon, Daredevil, Planet of the Apes, Sin City og Talladega Nights. Hápunkturinn hans mun þó alltaf vera í Frank Darabont-myndinni The Green Mile. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt árið 2000. Gangi ykkur innilega vel að horfa á hann í þeirri mynd án þess að vilja knúsa sjónvarpið oft og mörgum sinnum í þrjá klukkutíma.
Hægt er að smella hingað til að sjá opið bréf sem leikstjórinn Frank Darabont skrifaði um þennan bráðskemmtilega leikara.