Maðurinn frá Atlantis snýr aftur í bókarformi

Áður en hinn viðkunnanlegi Patrick Duffy birtist í hlutverki Bobby Ewing í „Dallas“ (1978-1991) lék hann aðalhlutverkið í skammlífri þáttaröð sem kallaðist „Man From Atlantis“ (1977-1978). Góðar og gildar ástæður eru fyrir því af hverju serían var tekin úr loftinu en grunnhugmyndin var lofandi og lengi vel hefur Duffy ætlað sér að fjalla frekar um uppruna og ævintýri söguhetjunnar. Nú hefur kappinn skrifað bók sem ber einfaldlega titilinn „Man From Atlantis“.

Atlantis 1

Það er látið liggja milli hluta en sterklega gefið í skyn að Mark Harris (Duffy) er eftirlifandi frá sokknu borginni Atlantis þegar hann finnst hreyfingarlaus í fjörunni og er svo settur í umsjá deildar innan sjóhersins. Hann syndir ótrúlega hratt og þolir mikinn þrýsting neðansjávar, býr yfir gríðarlegum líkamlegum styrk og þarf reglulega að komast í vatn svo hann þorni ekki upp og verði máttvana.

Atlantis 2Framleiddar voru fjórar sjónvarpsmyndir í fullri lengd áður en vikulegir þættir tóku við. Þeir urðu þó einungis þrettán talsins áður en framleiðslu þeirra var hætt. „Fyrstu þrjár myndirnar voru vel heppnaðar og lögðu grunninn að góðum efnivið en svo fór þetta aðeins úr böndunum“, greinir Duffy frá í viðtali á tvseriesfinale.com. Þættirnir vissu ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga og ævintýrin fólust m.a. í tímaflakki til villta vestursins og svo komu Rómeó og Júlía við sögu í einum þættinum en þar sá Mark Harris til þess að skötuhjúin upplifðu farsælan endi. Allt milli himins og jarðar henti Mark en lofandi byrjun hafði þróast í endemis vitlausu og því var aldrei hægt að greina frá hvaðan hann kom og hvernig fór fyrir honum.
The Man From U.N.C.L.E.Robert Vaughn, Leo G. Carroll and David McCallum„Man From Atlantis“ hefur í gegnum árin öðlast töluverðan „költ status“ og af og til hefur sú hugmynd dúkkað upp að gera kvikmynd um persónuna. Það hefur þó ekki komið á daginn en Duffy, sem keypti réttinn að persónunni fljótlega eftir að þættirnir voru teknir úr loftinu, hefur nú uppfyllt gamlan draum og skrifað sínu fyrstu bók um Mark Harris og í henni leitar hann að uppruna sínum. „Í þáttunum er gefið í skyn hvaðan Mark kemur en aldrei ljóstrað upp. Í bókinni eyðir hann miklum tíma í að reyna að komast að uppruna sínum“, segir Duffy.

Duffy stefnir á þríleik af „Man from Atlantis“ bókum ef þessi selst vel.

Kynningin að vikulegu þáttunum: