Maðurinn á bakvið teiknimyndaþættina Family Guy og kvikmyndina Ted, Seth MacFarlane, hefur gert grín að öllu á milli himins og jarðar síðan hann byrjaði að vinna við sjónvarp og kvikmyndir.
Í nýjustu myndinni hans, A Million Ways To Die In The West, eru bandarískir vestrar viðfangsefnið. Charlize Theron og Liam Neeson eru meðal þeirra sem leika í myndinni og með húmorinn hans McFarlane að vopni má búast við þrælgóðri skemmtun.
Myndin fjallar um kindarlegan bónda að nafni Albert sem þorir ekki að taka þátt í byssubardaga og kærastan hans yfirgefur hann í kjölfarið. Þegar hann hittir konu frægs útlaga sem býðst til að kenna honum að skjóta úr byssu, þá sér bóndinn þarna leið til þess að vinna kærustuna til baka, en þess í stað verður hann smátt og smátt ástfanginn af konunni. Svo vandast málin þegar útlaginn snýr aftur og vill konu sína aftur.
Í glænýrri stiklu úr myndinni má sjá lífið í smábæ í Bandaríkjunum árið 1882. Þemað í myndinni er gert hátt undir höfði og má segja að það sé hægt að deyja á milljón vegu í vestramynd. Allir vilja drepa mann og slysin geta átt sér stað við hvert tilefni.