Fyrstu plakötin fyrir hina stórskrítnu kvikmynd Abraham Lincoln: Vampire Hunter hafa litið dagsins ljós en þau sýna bæði hinn þekkta ameríska forseta með traust tak á exi sinni fyrir ófríða hlutastarf sitt- eitt í dimmum og drungalegum skógi og hitt í hvíta húsinu. Ef titillinn og einkennandi hattur Lincolns væru ekki til staðar á plakötunum hefði ég aldrei giskað hvað raunverulegt efni myndarinnar væri, enda ekkert smá súrt efni hér á ferð.
Leikstjóri myndarinnar er hinn rússneski Tikmur Bekambetov, sem færði okkur síðast hasarsmellinn Wanted og tvær rússnesku fantasíumyndirnar Night Watch og Day Watch. Framleiðandinn er að sjálfsögðu Tim Burton og hafa þeir tveir áður framleitt tölvuteiknimyndina „9„. Titill myndarinanr segir í raun allt sem þarf og þarf nánast að taka fram hinar heilar 70 milljónir bandaríkjadollara sem fóru í framleiðslu myndarinnar sem sýna að hér er mikill metnaður til staðar þrátt fyrir hversu furðuleg hugmyndin er.
Myndin er væntanleg í júní á næsta ári en sömu helgi er hin eftirsóknaverða Brave frá Pixar.