Ný íslensk kvikmynd, Blóðberg, verður forsýnd á Stöð 2 á Páskadag, 5. apríl. Myndin er í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar sem einnig skrifar handritið. Myndin fer svo í almennar sýningar í Sambíóunum 10. apríl.
Eins og segir í tilkynningu þá fjallar myndin um hina hefðbundnu íslensku fjölskyldu sem á yfirborðinu er nánast fullkomin. Fjölskyldufaðirinn bjargar samlöndum sínum með skrifum á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin bjargar fólki á spítalanum þar sem hún vinnur sem hjúkrunarkona. En hvorugt þeirra hefur kjark til að bjarga sjálfu sér. Þau lifa og hrærast í lífi leyndarmála sem einn daginn banka upp á.. og þá breytist allt.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða myndina en hún er unnin í samvinnu við 365 & Pegasus.
Helstu leikendur eru Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.
Um er að ræða fyrstu kvikmynd Björns Hlyns sem leikstjóra en hann hefur leikið í ótal myndum og sjónvarpsþáttum hér á landi sem og erlendis.