Kvikmyndirnar taka lagið

Hefur þig einvern tíman langað að heyra Han Solo, Skara, Kim-Jong Ill brúðuna, og Pinhead syngja bjagaða útgáfu af Don’t Stop Believing eftir Journey? Ef svo er, þá ert þú með afar sérhæfa drauma sem eru nú að rætast.

Aðdáendur á netinu geta gert ýmislegt ef þeir hafa klippiforrit og heilmikið af tíma- heill flokkur tónlistarmyndbanda (AMV) spratt jafnvel upp af þeirri hugmynd. En eftirfarandi myndband hlýtur toppsætið fyrir hversu mikinn tíma það hlýtur að hafa tekið að fara í gegnum DVD-safnið í leit að ákveðnum orðum og hljómum.

Innblásturinn fyrir myndbandið kom frá tveim svipuðum myndböndum, Everything I Do og 99 Problems. Ég fæ minnimáttakennd þegar ég sé svona því ég kann ekki neitt á almennileg klippiforrit.

Það er fínt að breyta til í fréttaflutningi síðunnar af og til með svona léttu flippi. Geta lesendur toppað þessi samansafnsmyndbönd (án þess að minnast á Obama Rick Roll samansmyndbandið)?