Íslensk hlaðvörp um kvikmyndir og sjónvarpsþætti

Tveir á toppnum
Blaðamennirnir Oddur Ævar og Tóti eru Tveir á toppnum og halda áfram að ræða kvikmyndir, sjónvarp og allt þar á milli í óbeinu framhaldi Bíóvarpsins sem dó með Fréttablaðinu. „Tveir á toppnum er óvenju góð flétta […] þar sem mannlegi þátturinn hefur ekki gleymst.“ – Morgunblaðið 1987


Atli & Elías
Einn heitir Atli, hinn heitir Elías og saman ræða þeir opinskátt um það að vera inní, útúr og við jaðarinn á kvikmyndabransanum á Íslandi.


A Bald Opinion
Kvikmyndagerðarmennirnir Guðni Líndal Benediktsson og Neill Prentice fara vítt og títt yfir kvikmyndir sem byggðar eru á tölvuleikjum. Þættirnir eru bæði stórskemmtilegir og fræðandi.


BÍÓ – Kvikmyndahlaðvarp
Hlaðvarpsþáttur um kvikmyndir eftir blaðamann Morgunblaðsins.


Bíóblaður
Hlaðvarp þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.


Bíó Tvíó
Vikulegt hlaðvarp um íslenskar kvikmyndir. Andrea Björk og Steindór Grétar hafa lagt upp með að horfa á hverja einustu íslensku kvikmynd og ræða um þær af takmarkaðri þekkingu en töluverði ástríðu. Hlaðvarpið var síðast á dagskrá RÚV núll og þar áður á Alvarpinu.


Búnir með poppið
Hlaðvarp um kvikmyndir. Okkur finnst gaman að horfa á bíómyndir. Stundum förum við saman í bíó. Eftir myndina spjöllum við saman.

Meiri upplýsingar og fleiri leiðir til að fylgjast með okkur á https://www.bunirmedpoppid.com/


Camera rúllar
Hlaðvarp um allt milli himins og jarðar tengt kvikmyndagerð og listum! Við fræðumst um kvikmyndabransann og fólkið í honum, leikhúsin og allskonar tengt listum!


Engar stjörnur
Þetta er hlaðvarp Engra stjarna, kvikmyndafræði Háskóla Íslands.


Fantasíusvítan
Lilja Gísla & Jóna María fylgja þér í gegnum nýjustu Bachelor seríuna með vikulegri samantekt ásamt því að fara yfir það helsta sem gengur á í Bachelor heiminum.


Heimabíó
Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd.


Klapptréð
Hér er rætt um strauma og stefnur í hinum síbreytilega heimi kvikmynda og sjónvarps. Klapptréð er hluti af Klapptre.is.


Leikstjóraspjall
Hlaðvarpið Leikstjóraspjall er vettvangur fyrir íslenska kvikmyndaleikstjóra til að ræða sín á milli um fagið.


Lestin
Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.


Menningarsmygl
Menningarsmygl fær til sín góða gesti í hverri viku til að kryfja þær bókmenntir og bíómyndir sem eru í deiglunni hverju sinni. Við skoðum verkin út frá pólitík og fagurfræði, heimspeki, sagnfræði og hverju öðru sem gestum dettur í hug.


Paradísarheimt
Hlaðvarp um kvikmyndir í Bíó Paradís í umsjá Magnúsar Thorlacius og Kjartans Loga Sigurjónssonar.


RIFFkastið
Hugleikur Dagsson heldur úti hlaðvarpsþáttunum RIFF-kastið en þættirnir voru gefnir út í kringum hátíðina árið 2022.


SANDKORN: Stúdering á Svörtu söndum
Eitthvað grasserar á Glerársöndum og margir búast við svörum. Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður og Tómas Valgeirsson bíófíkill grandskoða sjónvarpsþættina Svörtu sanda frá ólíkum hliðum. Þá er líka stutt í sturlaðar staðreyndir á bakvið gerð seríunnar og um kvikmyndagerð eins og hún leggur sig. Hefst þá stúderingin.


Stjörnubíó
Heiðar Sumarliðason fær til sín gesti í spjall um allt sem tengist sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.


Vaktinn
Djúpgreining á þáttaseríunni Dagvaktin sem tröllreið öllu árið 2008.
Fylgið okkur á Instagram og X – VAKTINN
vaktinpod@gmail.com


Veröldin hans Walts
Gleymum sorg og sút og sinnisgrút. Töfrateppið flýgur með hlustendur í vindsins litadýrð á vit ævintýra Disney samsteypunnar þar sem klassískar teiknimyndir öðlast stærra samhengi og allir vilja vera kettir. Umsjón: Anna Marsibil Clausen.


Vídeóleigan
Kvikmyndahlaðvarp þar sem æskuvinirnir Atli Steinn og Atli Þór rannsaka sígilda eða splunkunýja kvikmynd og skoða hana frá öllum mögulegum vinklum. Afhverju var myndin gerð á þessum tímapunkti? Hvernig gekk á bakvið tjöldin? Hvernig voru viðtökurnar? Videoleigan mun svara öllu þessu og rúmlega það! Hafðu samband: videoleiganhladvarp@gmail.com


VÍDJÓ
Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Á hverjum þriðjudegi kemur nýr þáttur sem er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.


Vídeó rekkinn
Hildur og Ragnar fjalla um spóluna sem er í tækinu, farið er í huganum á leiguna og rekkarnir skoðaðir og ákveðið þema birtist þeim.


Þrotkast
Þrotkastið skoðar grannt hin ýmsu brotabrot af Þroti, fyrstu kvikmynd Heimis Bjarnasonar í fullri lengd og indí-verk sem á sér enga baksögu líka. Í þriggja hluta örvarpsseríu er fókusinn stilltur á bak við tjöldin og víðar í tengslum við afrakstur Heimis og hans teymis.

Ath. Ef eitthvað hefur gleymst eða vantar á listann má endilega hafa samband við okkur í gegnum netfangið kvikmyndir@kvikmyndir.is. Við kippum því í liðinn.