Í síðustu viku fékk undirritaður þann heiður að berja augum á nýjustu mynd Davids Fincher, The Social Network (betur þekkt undir nafninu „Feisbúkk myndin“). Væntingar voru sæmilega hátt stilltar en ekkert eitthvað massívar. Það er auðvitað erfitt að finna ekki fyrir pínulítilli tilhlökkun þegar maður horfir á nýja mynd frá sama manni og gerði tvær af mínum uppáhaldsmyndum (sem eru auðvitað Alien 3 og The Game*).
Það er búið að vera rosalegt „buzz“ í kringum þessa mynd og skyndilega (í SEPTEMBER!!) eru menn farnir að nota orðið Óskar ansi mikið í tengslum við hana. Allavega, allt sem menn hafa verið að segja jákvætt um hana er svo sannarlega satt. Þessi mynd er án efa með því besta sem ég hef séð á undanförnum árum. Auðvitað mitt mat, en það sannfærði mig um að eltast við það að fá forsýningu eins og ekkert annað skipti síðunni meira máli.
Það tókst á endanum að fá þessa blessuðu sýningu (sem mun vera fyrsta „alvöru“ forsýningin sem við tökum með Senu) og það hefur sjaldan heppnast eins vel að fá þægilega tímasetningu og núna. Sýningin verður semsagt á fimmtudaginn þann 30. september, heilum degi á undan frumsýningu í BNA og rúmlega tveimur vikum á undan íslenskum frumsýningardegi. Þetta verður í Smárabíói kl. 20:00 og strax eftir helgi hendum við upp miðasölu. Miðinn verður ábyggilega í kringum 1300 kr. þar sem sýningin verður hlélaus.
Ég vil hins vegar tékka á mætingu notenda. Okkur hefur gengið vel að fylla salina nú í ár en það skiptir samt alltaf jafn miklu fyrir okkur að mætingin sé góð til að við getum fengið fleira gott efni til þess að forsýna. Þið sem eruð að íhuga að mæta á The Social Network, endilega kommentið. Ég mun svo gera mitt besta til að hafa miðasöluna þægilega og lofa að troðningur verði ekki í líkingu við þann sem var á seinustu sýningu.
Annars, bara svona upp á gamanið, þá er hér smá yfirlit yfir þær myndir sem við höfum forsýnt í ár:
Endilega segið ykkar álit. Annars vonast ég til að sjá ykkur í bíó, og vil líka minnast á það að við munum bjóða yfir 200 manns á PIRANHA 3-D í næstu viku.
Allt fyrir notendur.
Kv.
Tómas Valgeirsson
(tommi@kvikmyndir.is)
*Já, þetta með Alien og Game var að sjálfsögðu brandari fyrir þá sem ekki föttuðu. Ég á vitaskuld við um Fight Club og Seven.








