Fimmtudaginn 16. september (kl. 20:30 í Sambíóunum Egilshöll) stendur Kvikmyndir.is að sérstakri forsýningu á stórmyndinni DUNE. Þú átt kost á miðum með því að taka þátt í getraun(um) á vegum vefsins.
Dune byggir á samnefndri bók sem Frank Herbert gaf út árið 1956 og framhaldssögum hans. Hún fjallar í stuttu máli um Paul Atreides, fjölskyldu hans og baráttu þeirra við Harkonnen-ættina um plánetuna Arrakis, sem einnig kallast Dune. Meðal leikara í myndinni eru þau Timothée Chalamet, Rebecca Ferguson, Oscar Isaac, Jason Momoa, Josh Brolin, Dave Bautista, Stellan Skarsgård, Zendaya og Javier Bardem.
Myndin verður frumsýnd á Íslandi 17. september, heilum fimm vikum á undan Bandaríkjunum. Umræddir forsýningargestir verða þá allra fyrstu áhorfendur landsins til að upplifa þessa tímamótamynd í bíósal.
HVERNIG NÁLGAST ÉG MIÐA?
Það eina sem þú þarft að gera er að taka þátt í skemmtilegri getraun sem er til þess fallin að grandskoða og hylla umfang vísindaskáldsagna í kvikmyndasögunni. Með öðrum orðum…
Taktu Sci-fi prófið!
Hakaðu við þann fjölda bíómynda sem þú hefur séð en mundu að skrá þig neðst á vef prófsins. Þú gætir átt von á bíómiðum fyrir þig og þinn förunaut á þennan einstaka viðburð.
Athugið að fjöldi kvikmynda sem viðkomandi hefur séð hefur engin áhrif á sigurlíkur. Allir eiga sama séns, hvort sá einstaklingur hafi séð allar myndirnar eða einungis tvær.
Að auki verður hægt að taka þátt í leik á Facebook-síðu Kvikmyndir.is, í hópnum Bíófíklar og Instagram-síðu hlaðvarpsins Bíóblaður.
Dregið verður úr leiknum þann 15. september og haft verður samband við vinningshafa samdægurs.