Vilt þú koma á sérstaka (lokaða) boðssýningu á BEAU IS AFRAID?
Nýjasta meinta martraðarfóðrið frá hinum margumtalaða Ari Aster, leikstjóra og handritshöfund Hereditary og Midsommar, nú með sína klikkuðustu, umdeildustu, undarlegustu og metnaðarfyllstu kvikmynd til þessa, hinum þriggja tíma langa og vægast sagt einkennilega dramagrínhryllingi frá A24.
Já, þetta er Beau is Afraid – og hún er þegar farin að skipta gagnrýnendum og áhorfendum í sterkar sem ólíkar fylkingar.
Joaquin Phoenix fer með aðalhlutverkið sem Beau, hann missir annað foreldrið og á leið til að hitta hitt foreldrið þegar hann lendir í hindrunum sem aðeins Aster getur líklega látið sig dreyma um. Að öðru leyti hefur söguþræðinum verið haldið leyndu, en Nathan Lane og Patti LuPone leika einnig lykilhlutverk, með Armen Nahapetian í aukahlutverki sem Beau á táningsaldri.
Á fimmtudaginn 20. apríl verður haldin lokuð boðssýning þar sem ræman súra verður sýnd í AXL Laugarásbíós kl. 20:00.
Ef þig langar að eiga séns á boðsmiðum – fyrir þig og annan gest – er hægt að taka þátt í getraun okkar á Facebook-síðu vefsins.
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Aldurstakmark: 16 ára
Lengd: 179 mín
Verður hlé? Já.
Texti? Já.
Allra? Neibb.
Fylgist einnig með:
https://twitter.com/TommiValgeirs
https://www.facebook.com/groups/1409405829381184
https://www.facebook.com/TommiValgeirs
Sjáumst vonandi í salnum.