Konur tali ekki um karlmenn

Allar myndir sem sýndar verða í Bíó Paradís hér eftir verða Bechdel prófaðar, og merktar samkvæmt því með A-stimpli ef þær standast prófið, segir í tilkynningu frá bíóinu. Bíó Paradís er fyrsti dreifingaraðili á Íslandi sem þetta gerir.

Til þess að standast hið sænska Bechdel próf þarf myndin að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði:

1) Það þurfa að vera að minnsta kosti tvær (nafngreindar) konur í henni
2) sem tala saman
3) um eitthvað annað en karlmenn

dögg

Dögg Mósesdóttir, tók við verðlaununum fyrir hönd WIFT á Íslandi

„WIFT á Íslandi hlýtur sérstakan verðlaunagrip af þessu tilefni, Bechdel stimpilinn úr eikarvið, þar sem samtökin hafa lagt mikið á vogarskálarnar til að benda á skökk kynjahlutföll í kvikmyndamenningu, en rétt er að benda á að með Bechdel merkingin er ekki gæðastimpill heldur tól til þess að benda á skarðan hlut kvenna í kvikmyndum,“ segir í tilkynningunni.

Nánar um WIFT:

Samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, Women in Film and Television, voru stofnuð í Los Angeles á sjöunda áratugnum með það aðalmarkmið að stuðla að fjölbreytni í myndrænum miðlum með því að virkja konur, gera þær sýnilegri og styðja þátttöku þeirra í öllum hlutverkum í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Samtökin starfa nú í rúmlega fjörutíu löndum og eru með yfir 10.000 skráða meðlimi. Í lok september 2006, var stofnuð Íslandsdeild WIFT á Íslandi, skammstafað KIKS.