Jurassic Park 4 verður kvikmynduð á sömu eyju og fyrsta kvikmyndin um garðinn fræga. Þetta staðfesti leikstjórinn Colin Trevorrow eftir að hann setti mynd af eyjunni Isla Nublar á samskiptarsíðuna Twitter og skýrði myndina „JP4 eftirlit“.
Isla Nublar er staðsett 190 km frá vesturströnd Costa Rica, skammt frá eyjunni Isla Sorna, sem er einmitt eyjan þar sem seinustu tvær Jurassic Park myndir voru gerðar.
Sú staðreynd að nýjasta kvikmyndin muni gerast á sömu eyju og þar sem ævintýrið byrjaði ætti að gefa okkur vísbendingar um að sú fjórða í röðinni muni fjalla um einhvern/einhverja sem fara aftur á eyjuna, en afhverju? Gæti annað fyrirtæki ætlað sér að endurgera Júragarðinn eða eru nýir fornleifafræðingar að skoða ástandið á eyjunni. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós.
Jurassic Park var gerð árið 1993 og var leikstýrt af Steven Spielberg. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Michael Crichton frá árinu 1990. Myndin fjallar um eyju þar sem tekist hefur að endurskapa risaeðlur með nútímatækni. Júragarðurinn var langvinsælust kvikmynda á Íslandi árið 1993 og sáu 78.000 manns myndina í kvikmyndahúsum.