Gera á kvikmynd eftir hinu vinsæla bandaríska leikriti Jewtopia, með engri annarri en Jennifer Love Hewitt í aðalhlutverki.
Jewtopia, sem er eftir þá Bryan Fogel og Sam Wolfson, er gamanleikrit um tvo menn á þrítugsaldri, einn kristinn og einn sem er gyðingur, en báðir vilja vera með konum sem eru með trú hins.
Leikritið var frumsýnt í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2003, og léku þeir Fogel og Wolfson tvö titilhlutverkin. Eftir það var leikritið sett upp á Broadway, og var sýnt þar þar til árið 2007, eftir þrjú og hálft ár í sýningum.
Fogel og Wolfson gáfu einnig út bók, Jewtopia: The Chosen Book for the Chosen People, en í káputexta gortuðu þeir sig af því að „ef þú átt eintak af bókinni, þá væri tryggt að sjálfur spámaðurinn Elijah myndi mæta á gyðinglegu páskahátíðina hjá þér!“
Love Hewitt er best þekkt fyrir sjónvarpsþættina Ghost Whisperer og I Know What You Did Last Summer kvikmyndir. Í Jewtopia mun hún leika gyðingakonu sem sá kristni verður skotinn í, en hann verður leikinn af Ivan Sergei.