Íslensk hrollvekja frumsýnd í sumar

Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir fara með aðalhlutverk í nýrri hrollvekju sem verður frumsýnd þann 27. júní næstkomandi.

Myndin ber heitið Grafir & Bein og fjallar um hjón sem missa dóttur sína og flytja í afskekkt hús til þess að annast frænku sína, Perlu, eftir að foreldrar hennar deyja á furðulegan hátt. Þegar komið er í húsið fara undarlegir hlutir að gerast. Svefnlausar nætur, dularfullt fólk sem heimsækir þau og ótrúlegir hlutir sem þau upplifa í veru sinni í húsinu sem er reimt.

Anton Sigurðsson leikstýrir og er þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Framleiðslan er m.a í höndum Ogfilms, en þeir voru meðframleiðendur á kvikmyndinni Falskur Fugl.

grafirog