Teiknimyndin Bestu vinir, eða The Inseperables, er komin í bíó. Þar kynnast leikbrúðan, Don, sem er á flótta úr brúðuleikhúsinu, og yfirgefni tuskuhundurinn DJ Doggy Dog sem þráir að eignast góðan vin. Þeir rekast á hvorn annan í Central Park í New York og halda svo inn í borgina til að berjast saman gegn glæpum.
Ef ýtt er á hnapp á DJ Doggy Dog útskýrir hann að hann sé sætur en ekki ógnvekjandi og búi yfir goðsagnkenndum rapprímum. Hann þarf þó þrátt fyrir það að finna sína eigin rödd og nýi vinurinn gæti aðstoðað.
Don er trébrúða með fjörugt ímyndunarafl. Hann er klaufalegur og lætur stundum dagdraumana ná stjórn á sér, en hjarta hans er gott og traust. Hann þyrstir í hetjuleg ferðalög utan brúðuleikhússins.
Eftir Óskarshöfund
Myndin er m.a. eftir einn úr hinu Óskarsverðlaunaðan handritsteymi Toy Story frá 1995, Joel Cohen. Hann hefur einnig skrifað handrit að Daddy Day Camp frá 2007, framhaldi Daddy Day Care, og Evan Almighty, framhaldi Bruce Almighty.
Hinir handritshöfundarnir, Bob Barlen og Cal Brunker, eru hvað þekktastir fyrir tvær Hvolpasveitarteiknimyndir og teiknimyndina Escape from Planet Earth.
Leikstjóri myndarinnar er Jérémie Degruson (House of Magic) en hann vann með Barlen og Brunker að teiknimyndinni Son of Bigfoot sem kom í bíó á Íslandi og svo framhaldinu Bigfoot Family sem einnig rataði hingað í bíóhús.
Hér segir frá þeim Don, hugmyndaríkri leikbrúðu sem strauk að heiman, og DJ Doggy Dog, yfirgefnum úttroðnum leikfangahundi. Þeir kynnast í Central Park í New York og halda af stað í ævintýraferð inn í borgina. ...
Wave Studios, framleiðandi teiknimyndarinnar, hefur verið leiðandi framleiðandi metnaðarfullra evrópskra teiknimynda fyrir sjálfstæða dreifingaraðila, eins og það er orðað í Variety. Best þekktu myndirnar eru A Turtle’s Tale: Sammy’s Adventures, fyrrnefnd The House of Magic, The Wild Life, Fly Me to the Moon og The Son of Bigfoot, sem nefnd var hér að framan.
Myndirnar hafa samtals samkvæmt Variety rakað inn tekjum upp á meira en 300 milljónir Bandaríkjadala í sýningum um allan heim.