Ef litið er til þess hvaða bíómyndir skiluðu mestum tekjum á árinu í hlutfalli við hvað kostaði að framleiða þær ( ROI – Return on Investment ), þá eru það ekki stórmyndirnar sem hafa vinninginn. Myndir eins og Iron Man, Hunger Games eða The Hobbit náðu til dæmis ekki að skáka hrollvekjunni Insidious: Chapter 2 en hún meira en þrjátíufaldaði framleiðslukostnað sinn og er hlutskörpust hvað ROI varðar í Hollywood þetta árið.
Hér fyrir neðan eru þær níu myndir sem nutu mestrar velgengni þegar litið er til þess hvað menn fengu mikið fyrir peninginn. Listinn er fenginn að láni frá kvikmyndasíðunni The Wrap: