„Annar kom til Íslands fyrir fegurðina, hinn fyrir partýin.“
Tveir af þekktustu og virtustu sérvitringum kvikmyndabransans í dag eiga meira sameiginlegt en margir halda.
Drengirnir í hlaðvarpinu Poppkúltúr þáðu hörkuskemmtilega áskorun frá hlustanda og renna yfir þá kvikmyndagerðarmenn sem virðast hafa gert allt vitlaust í heimi kvikmyndanna – og eflaust verið í brennidepli margra heitra/ástríðufullra umræða. Oftast hefjast slíkar umræður með einhverju af eftirfarandi:
Eru þeir Quentin Tarantino og Christopher Nolan óumdeilanlega snillingar í sínu fagi eða er formúla þeirra gegnsærri en oft er oft rætt um? Hvor er athyglisverðari „auteur“ leikstjórinn og hvernig sjáum við fyrir okkur framtíðina hjá þeim á komandi árum?
Enn fremur, ef valið er á milli þeirra: Hvor þeirra ber af?
Þáttinn má finna hér að neðan en Poppkúltúr er almennt aðgengilegt á öllum helstu streymismiðlum og hlaðvarpsveitum.