Harry Potter og Love Actually leikarinn Alan Rickman, hefur leikið í fjölda kvikmynda í gegnum tíðina, þó hann sé kannski þekktastur fyrir leik sinn sem prófessor Snape í Harry Potter myndunum.
Rickman gerði sér lítið fyrir á dögunum og vatt sér hinum megin við kvikmyndatökuvélina og leikstýrði annarri kvikmynd sinni og sinni fyrstu í 17 ár.
Myndin heitir A Little Chaos og gerist á dögum sólarkonungsins Loðvíks fjórtánda, sem Rickman leikur sjálfur í myndinni, og greinir frá því þegar konungurinn lét byggja garðana glæsilegu við Versalahöllina í Frakklandi.
Loðvík ræður kvenkyns landslagsarkitekt, sem Kate Winslet leikur, sem á í ástarsambandi við André Le Nôtre, sem Matthias Schoenaerts leikur.
Myndin kemur í bíó 27. mars 2015. Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: