Aðalkeppnisflokkurinn á RIFF, Gullni Lundinn, er klár fyrir komandi hátíð. Hvert ár eru um tólf myndir tilnefndar til þessara aðalverðlauna Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Keppnisflokkurinn ber heitið Vitranir og vísar til þess að myndirnar eiga það allar sammerkt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra, þær fara ótroðnar slóðir og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar.
Sömu myndir bítast einnig um alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun FIPRESCI og kvikmyndaverðlaun kirkjunnar. Í fyrra hlaut kvikmyndin Twilight Portrait eftir Angelinu Nikonova frá Rússlandi Gullna Lundann (ég mæli hiklaust með henni!).
Myndirnar sem keppa um Gullna Lundann í ár eru:
90 mínútur í leikstjórn Evu Sørhaug. (Noregur)
Borða sofa deyja í leikstjórn Gabrielu Pichler. (Svíþjóð)
Bilið í leikstjón Leonardos di Costanzo. (Ítalía)
Brostinn í leikstjórn Rufus Norris. (England)
Dagskíma í leikstjórn Rainers Frimmels. (Austurríki)
Heimili á hjólum í leikstjórn François Pirots. (Belgía)
Kallinn í tunglinu í leikstjórn Stephans Schesch. (Þýskaland)
Mygla í leikstjórn Alis Aydins. (Tyrkland)
Nágrannar Guðs í leikstjórn Menis Yaesh. (Ísrael)
Síðasti sjúkrabíll Sofiu í leikstjórn Ilians Metevs. (Búlgaría)
Skepnur suðursins villta í leikstjórn Benhs Zeitlins. (Bandaríkin)
Smástirni í leikstjórn Seans Bakers. (Bandaríkin)
Stiklur og fleira er hægt að finna hér. Reykjavík International Film Festival fer fram dagana 27.september til 7.október næstkomandi – og við getum ekki beðið!