Harry Potter leikarinn Rupert Grint, 22 ára, sem leikur galdrastrákinn Ron Weasley í Harry Potter myndunum, segist vera uppgefinn eftir að hafa verið í myndunum í tíu ár, en þetta hafi þó aldrei verið leiðinlegt.
Grint segir: „Síðan ég varð 16 ára hefur þetta verið níu tíma vinna á dag, fimm daga vikunnar. Það er mjög þreytandi því þetta er eins og við höfum verið að þessu í fjöldamörg ár, en þetta hefur þó verið styttri tími en manni finnst það hafa verið.
Ég held að það hjálpi til að vera þreyttur, því maður á að vera þreyttur hvort sem er. Þetta tók yfir líf mitt. En þetta er svo fjölbreytt að það varð aldrei leiðinlegt.“
Grint segir að nýja myndin, Harry Potter and the Deathly Hallows Part One, sé blóðugri en hinar. „Í myndinni er gengið lengra í þá átt. Höndin á mér fær að kenna á því. Það er sést allt mjög nákvæmlega, mjög grafískt.“