Grætur þú yfir þessum teiknimyndum?

Teiknimyndir sem listform eru ekki eingöngu barnaefni og er það með ólíkindum hvernig teiknimyndir úr æskunni geta mótað fullorðinsárin. 

Sumir fella tár yfir bíómyndum, aðrir (því miður) ekki, en í Facebook-hópnum Fullorðins aðdáendur teiknimynda má finna ýmsa sem hafa margt til að mæla með sem togar í hjartaræturnar. Í líflegum þræði er spurt er um hvaða teiknimyndir aðrir í grúppunni fella tár eða gráta yfir, en kveikiþráður spyrjanda kom að nýloknu áhorfi á Toy Story 4.

Stóð aldeilis ekki á svörum fólks.

Hér eru þær myndir sem flestir voru sammála um hvað grátgildi varðar. 

GRAVE OF THE FIREFLIES (1988)

„Alveg gríðarlega tragísk. Og hún er sjálfsævisöguleg,“ segir einn í hópnum.

„Ef þú kemst í gegnum Grave of the Fireflies með þurran vanga þá vantar eitthvað mikilvægt inn í þig,“ bætir annar við.


LILO & STITCH (2002)


THE LAND BEFORE TIME (1988)


AN AMERICAN TAIL (1986)


COCO (2017)

„Coco er mitt kryptonít,“ segir einn hress í hópnum.

„Ég sá ekki út um augun fyrir tárum.“


UP (2009)


WALL-E (2008)


THE LION KING (1994)

„Allar myndir þar sem karakter saknar pabba síns láta mig grenja sem eru svona helmingur allra teiknimynda,“ segir einn meðlimur grúppunnar.

THE IRON GIANT (1999)

Í lýsingu Facebook-hópsins Fullorðins aðdáendur teiknimynda* (hópur sem Kvikmyndir.is mælir eindregið með) segir að einn tilgangur þessa hóps er að sýna dreifiaðilum kvikmynda á Íslandi að það sé til stór hópur fullorðinna aðdáenda teiknimynda sem vill sjá þær í bíó í þrívídd og tvívídd á frummáli á kvöldin.

*Ath rugla skal ekki umræddum hópi við Aðdáendur fullorðins teiknimynda, ef hann er þá til. 

Hvaða teiknimyndir finnst þér vanta í þessa upptalningu?

Grát heyra!