Heimildarmynd um tónlistarmanninn vinsæla Ed Sheeran, gerð af frænda hans Murray Cummings, og fjallar um leið poppstjörnunnar til frægðar og frama, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem nú stendur yfir.
Um er að ræða fyrstu kvikmynd Cummings. Hann segist hafa reynt að halda hlutlægri fjarlægð, og nýta sér ekki þá staðreynd að þeir eru náskyldir.
„Ég held að ég hafi innbyggð ákveðin mörk sem ég vil ekki fara yfir, og ég slökkti á myndavélinni þegar mér finnst ég vera kominn yfir þessi mörk. Hann tekur mér mjög vel, og leyfir mér að mynda mjög mikið, þannig að þetta hefur aldrei verið stórt vandamál. Ég er mjög þakklátur fyrir að hann er jákvæður í garð myndar eins og þessarar,“ segir Cummings .
Tvö ár eru síðan Sheeran og leikstjórinn ákváðu að gera heimildarmyndina, en tökur hófust skömmu eftir að Sheeran skrifaði undir fyrsta hljómplötusamning sinn árið 2011.
Í myndinni er fjallað um tímabilið frá árinu 2015 þegar Sheeran var að klára „Multiply“ tónleikaferðina, og þar til hann gaf út hljómplötuna „Divide“ á síðasta ári.