Gamlinginn sem allir elska

Gamlinginn_1SHT - gbgSænska stórmyndin, Gamlinginn, verður frumsýnd föstudaginn 21. febrúar. Myndin er byggð á metsölubókinni Gamlinginn sem skreið útum gluggann og hvarf eftir Jonas Jonasson, en þessi bók er búin að seljast hér á landi í tæpum 30 þúsund eintökum. Robert Gustafsson fer ógleymanlega með hlutverks Allans í myndinni. Gamlinginn er stærsta mynd Svíþjóðar fyrr og síðar og hafa gagnrýnendur lofað hana í hástert.

Felix Herngren leiksýrir þessari frábæru mynd en hann er einnig þekktur fyrir leik sinn í vinsælu Solsiden þáttunum.

Segja má að bókin hafi orðið stórsmellur nokkuð óvænt, enda fyrsta bók höfundar, en hún hefur nú verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál og hvarvetna notið mikilla vinsælda. Myndin varð þegar á frumsýningardegi metaðsóknarmynd í heimalandinu og fer nú sigurför um önnur Norðurlönd enda einstaklega skemmtileg saga og áhugaverð.

Það er Robert Gustafsson sem fer hér með hlutverk hins 100 ára Allans Karlsson sem flýr frá elliheimilinu á 100 ára afmælisdegi sínum. Ekki líður á löngu uns hann er kominn í hreint ævintýralegar og oft sprenghlægilegar aðstæður.

Myndin verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og
Akureyri, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói, Króksbíói og Bíóhöllinni á Akranesi.

Stikk: