Fyrsta sýnishorn úr kvikmyndinni Vonarstræti eftir Baldvin Z, var frumsýnt á mbl.is í vikunni. Vonarstræti fjallar um þrjá ólíka einstaklinga sem allir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum í lífi sínu.
Þorsteinn Bachman leikur Móra, sem er fyllibytta og rithöfundur og hefur nýlokið við að skrifa sjálfævisögu sína. Hann berst við fortíðardrauga í leit að fyrirgefningu við hinu ófyrirgefanlega. Hera Hilmars leikur Eik, sem er ung móðir og leikskólakennari og er flækt inn í vændi til að geta séð fyrir sér og dóttir sinni. Þorvaldur Davíð leikur Sölva, sem er frægur fyrrum knattspyrnumaður og virðist vera á réttri leið í viðskiptaheiminum áður en allt fer til helvítis.
Í þessu sýnishorni er gefið smá innlit í líf þessara einstaklinga og þessa ólíku heima.