Fyrirsæta í Neon djöfli

Drive og Only God Forgives  leikstjórinn Nicolas Winding Refn mun frumsýna nýjustu mynd sína The Neon Demon, síðar á þessu ári. Með helstu hlutverk fara Elle Fanning, Keanu Reeves, Christina Hendricks, Jena Malone, Abbey Lee og Bela Heathcoate, en hér er á ferðinni hrollvekja og spennutryllir sem fjallar um unga og efnilega fyrirsætu sem flytur til Los Angeles þar sem æska hennar og atgervi eru eftirsóknarverð, og hópur kvenna sem er heltekinn af fegurð, gerir hvað hann getur til að komast yfir það sem hún býr yfir.

The-Neon-Demon-620x409

Myndin mun taka þátt í aðalkeppninni á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí nk.

Fyrsta stiklan kom út í gær og greinilegt er að leikstjórinn er að fara með áhorfandann í áhugavert ferðalag.

„Við tölum um fyrri helming myndarinnar sem melódrama, eins og Valley of The Dolls, en seinni helminginn eins og Texas Chainsaw Massacre.  Mér sýnist þetta ekki vera hefðbundin hrollvekja, en hún er þó næst þeim flokki bíómynda,“ sagði tónskáldið Cliff Martinez í nýlegu viðtali, en hann gerir tónlistina í myndinni.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

The Neon Demon kemur í bíó í júní nk. í Bandaríkjunum.