Fylgstu með Blóðbergi á Snapchat

Vetrartökur á íslensku kvikmyndinni Blóðberg hófust í dag 3. janúar, en fyrstu tökur á kvikmyndinni hófust í ágúst sl.

blóðberg

Blóðberg segir  sögu af hefðbundinni íslenskri fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur. Fjölskyldufaðirinn bjargar samlöndum sínum með skrifum á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin bjargar fólki á spítalanum þar sem hún vinnur sem hjúkrunarfræðingur. En hvorugt þeirra hefur kjark til að bjarga sjálfu sér. Undir óaðfinnanlegu yfirborðinu liggur gamalt leyndarmál sem einn daginn bankar uppá, og þá breytist  allt.

Þeir sem vilja fylgjast með tökunum þá ætlar leikstjórinn Björn Hlynur að vera með Nova Snapchat-ið á lofti, og leyfa áhugasömum að fylgjast með því sem gerist á bakvið tjöldin við tökur myndarinnar.

Til að fylgjast með þá þarf að adda myndinni á Snapchat á: novaisland

Einnig má fylgjast með myndinni á Facebook.