Ný teiknimynd með íslensku tali, Fuglaborgin, eða Zambesia eins og hún heitir á ensku, verður frumsýnd á föstudaginn í 2-D og 3-D í Smárabíói, Laugarásbíói og
Í tilkynningu frá Senu segir að hér sé á ferðinni bíóskemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Í myndinni er sögð saga af ungum fálka sem hefur alist upp í einangruðu umhverfi en fær nóg af einsemdinni. Hann yfirgefur föður sinn og ferðast til fuglaborgarinnar Zambezíu þar sem hann vill búa sér líf. En hann kemst brátt að því að það getur verið erfiðara að búa í stóru samfélagi en að bjarga sér úti í náttúrunni og það er ekki fyrr en mikil ógn steðjar að borginni að honum skilst að eina leiðin sem vert er að lifa lífinu er í samfélagi við aðra fugla.
Leikstjóri: Tómas Freyr Hjaltason
Handrit: Kristlaug María Sigurðardóttir
Leikraddir:Sigðurður Þór Óskarsson,Steinn Ármann Magnússon, Selma Björnsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Valdimar Flygenring, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Viktor Már Bjarnason og Magnús Ólafsson.
Hljóðsetning: Myndform ehf.