Bíó Paradís frumsýnir bandarísku kvikmyndina The Kings of Summer á föstudaginn næsta þann 6. september.
Myndin fjallar um þrjá unglingsstráka sem þrá sjálfstæði og ákveða því að yfirgefa foreldrahúsin án þess kveðja, og byggja sér hús í skóginum með þá fyrirætlun að lifa í villtri náttúru á eigin spýtur.
Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:
Í tilkynningu frá Bíó Paradís segir að hér sé á ferðinni sprenghlægileg gamanmynd sem slegið hafi í gegn vestanhafs, “ … en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance fyrr á árinu þar sem hún var einnig tilnefnd til aðalverðlauna hátíðarinnar. Gagnrýnendur hafa líkt myndinni við kvikmyndaperluna The Goonies en myndin hefur fengið gríðarlega góða dóma víðsvegar um heim.“
Brot úr gagnrýni
“Hin fullkomna mynd fyrir Youtube kynslóðina” “The perfect film for the Youtube generation.” -Firstshowing.net
“Myndin er á ‘Best af Sundance’ listanum mínum.” “It’s on my ‘Best of Sundance’ list.” –Huffington Post
“Eðlislæg og drepfyndin, [Kings of Summer] boðar komu ferskrar, nýrrar grínraddar.” –Indywire/ThePlayist.com
“Unggæðingsleg gleði skilgreinir þessa mynd.” “Youthful exuberance defines this movie.” –Thewrap.com
Tegund og ár: Gamanmynd, 2013
Lengd: 95 mín
Land: Bandaríkin
Leikstjóri: Jordan Vogt-Roberts
Aðalhlutverk: Nick Robinson, Gabriel Basso, Moises Arias