Frítt inn á pólskar kvikmyndir

Bíó Paradís og Sendiráð Lýðveldis Póllands á Íslandi standa fyrir Pólskum kvikmyndadögum í fjórða sinn dagana 24.-26. apríl 2014.

walesa_04

Að þessu sinni verður boðið uppá þrjár nýjar myndir sem eru þverskurður af því besta sem pólskt bíó hefur uppá að bjóða. Veislan hefst á opnunarmyndinni Walesa, sem fjallar um Nóbelsverðlauna hafann og fyrrum forseta Póllands Lech Wałęsa eftir leikstjórann Andrzej Wajda.

Enginn verður ósnortinn af Lífið er yndislegt / Chce się żyć sem fjallar um baráttu Mateuszar sem hrjáist af heilalömun auk þess sem hægt verður að sjá hina margverðlaunuðu mynd Ída / Ida.

Myndirnar þrjár eru á pólsku með enskum texta og er frítt inn á allar sýningar þeirra á meðan hátíðinni stendur.