Eins og við sögðum frá í gær þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður með meiru, standa við sýningarvélina í Bíó Paradís á sunnudag og sýna m.a. myndina Freaks eftir Tod Browning. Sýningin er hluti af kvikmyndaklúbbnum Svartir sunnudagar.
Leikstjóri Freaks, Tod Browning, var gerður útlægur úr Hollywood eftir að hann gerði myndina, sem fjallar um líf og ástir fólks sem starfar í sirkus.
Sjáðu stikluna fyrir Freaks hérna:
Svartir sunnudagar láta listamenn og hönnuði búa til plakat fyrir hverja einustu mynd sem sýnd er í klúbbnum. Plakatið fyrir Dawn of the Dead, sem var fyrsta mynd klúbbsins, gerði Ómar Hauksson. Bobby Breiðholt kom næstur með plakat fyrir Big Trouble in Little China, og nú er komið að Sólveigu Pálsdóttur, en plakat hennar má sjá hér að neðan: