Frægasta morðmál sögunnar

Árið 1961 fannst hinn sænski framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Dag Hammarskjöld, látinn í flugvélabraki í Kongó, ásamt 15 öðrum sem voru í flugvélinni, eftir að hafa verið á leið til samningaviðræðna í Kongó krísunni miklu sem þá hafði náð hápunkti. Hammarskjöld er yngsti maður í sögu Sameinuðu þjóðanna til að gegna þessu valdamesta embætti samtakanna en hann var aðeins 47 ára þegar hann tók við því. Hann er einn af fjórum í sögunni sem hafa fengið Nóbelsverðlaunin eftir dauða sinn. Bandaríski forsetinn, John F. Kennedy heitinn, lýsti honum sem besta embættismanni aldarinnar (Greatest statesman of our century).

Dag Hammarskjöld

Mjög margir höfðu hag af því að deilan í Kongó leystist ekki. Deilan var flókin þar sem ekki aðeins nálæg ríki blönduðust í hana, heldur fyrrverandi nýlenduveldin, námufyrirtæki og evrópskir málaliðar sem börðust fyrir þann sem borgaði best. Margt benti til þess að flugvél Hammarskjöld hefði verið skotin niður, annaðhvort frá jörðu eða af orrustu flugvél.

Göran Björkdahl og Mads Brügger í heimildarmyndinni þeirra.

Danski kvikmyndagerðarmaðurinn Mads Brügger fór ásamt rannsóknarblaðamanninum Göran Björkdahl að athuga með ýmsar samsæriskenningar um andlát þessara manna og þeir komust að því að hver á fætur annarri gekk ekki upp, þar til að ein leiddi hann á sporið.

Í tilkynningu frá RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, segir að þarna sé á ferðinni spennandi heimildarmynd um eitt þekktasta morðmál síðustu aldar.

Hér fyrir neðan er stikla úr myndinni:

Í tilkynningu RIFF segir að myndin hafi hvarvetna fengið lofsamlega dóma, og hafi til dæmis unnið til verðlauna á Sundance kvikmyndahátíðinni og var fyrir skömmu tilnefnd til Lux verðlaunanna, ein þriggja mynda sem keppa um þau verðlaun. Auk þess er þetta aðeins í þriðja skiptið sem heimildarmynd hefur verið tilnefnd til þessara virtu verðlauna. Tilkynnt verður um sigurvegarann 27. nóvember næstkomandi.

Myndin um Hammarskjöld og hinar tvær myndirnar í Lux keppninni, God exists, her name is Petrunya og The Realm verða sýndar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26.09. – 06.10. 2019.

Elskar leyndardóma

Mads Brügger segir í viðtali við Cineuropa að hann elski leyndardóma sem neiti að láta leysa sig (I love mysteries that refuse to be demystified). Í viðtalinu lýsir hann því hvernig hann las grein árið 2011 um rannsóknarblaðamanninn Göran Björkdahl sem þá var enn að vinna í málinu og var að leita uppi síðustu lifandi vitni af atburðunum. Mads Brügger hefur kvikmyndað leit Björkdahl síðan þá. Myndin var sjö ár í smíðum.

Hér er linkur á viðtalið:

https://cineuropa.org/en/interview/373805/

Hér er linkur á 2 mínútna myndbands viðtal við Mads Brügger um myndina.

https://cineuropa.org/en/video/377213/