Flotti Comics slæst í hóp Kvikmyndir.is

Flestir kannast við Flotta Comics, eða Vignir eins og hann heitir, sem hefur náð að smala sér inn ágætan hóp fylgjenda síðustu mánuði með teiknimyndasögunum sínum. Hann hefur slegið í gegn með karaktera eins og Kafteinn ADHD og Kafteinn Íslenska (sem mun örugglega lemja mig fyrir eitthverjar villur í þessum texta). Við hjá kvikmyndir.is sáum hann hinsvegar sem frábært tækifæri til að teikna fyndna og nördalega kvikmyndabrandara, og viti menn, hann tók vel í það. Það muna kannski sumir eftir frábæru bíóstrípunum sem við birtum í smá tíma, en það dó hinsvegar út.

Frumraun hans í kvikmyndahúmor er nú tilbúin og táknar þessi mynd byrjun á vonandi frábæru sambandi. Vignir hoppar strax út í djúpu laugina og gerir hart grín að Svartur á Leik, sem hefur slegið svakalega í gegn. En hann mun birta nýja myndasögu inná milli sem mun gera grín að vinsælustu myndunum um þessar stundir. Ég mæli svo eindregið með því að þið skoðið Facebook síðuna hans og smellið einu stykki „like“ á hana. Mjög fyndið stöff þarna á ferð. http://www.facebook.com/flotticomics

Hér er svo myndasagan sjálf, hvernig lýst ykkur á þetta?