Sveppi, Villi og Gói eru komnir aftur í fjórðu myndinni um ævintýri Sveppa og félaga. Fyrri myndirnar þrjár vöktu mikla lukku meðal yngri bíóunenda og sú fjórða mun ekki svíkja þau. Fyrir utan Sveppa, Villa og Góa fara Hilmir Snær Guðnason, Anna Svava Knútsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þórunn Erna Clausen ásamt fleirum með helstu hlutverk.
Vinirnir Sveppi og Villi komast að því að erkióvinur þeirra hyggur enn á landsyfirráð og hefur í þetta sinn byggt alveg ægilega dómsdagsvél sem getur komið af stað jarðskjálftum og eldgosum.
Fjórða myndin um ævintýri þeirra Sveppa, Villa og Góa kemur í bíó þann 31. október og má öruggt telja að fjölmargir aðdáendur fyrri myndanna muni fagna endurkomunni og fylgja þeim þremenningum eftir í því æsispennandi ævintýri sem framundan er … því auðvitað kemur ekkert annað til greina hjá þeim félögum en að stöðva hin illu áform vonda kallsins með því að gera dómsdagsvélina hans óskaðlega. Það er hins vegar hægara sagt en gert því hún er undir eldgígnum forna, Eldborg!
Með helstu hlutverk fyrir utan þá Sverri Þór Sverrisson, Guðjón Davíð Karlson og Vilhelm Anton Jónsson fara þau Hilmir Snær Guðnason, Anna Svava Knútsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Gunnar Árnason, Viktor Már Bjarnason, Gunnlaugur Helgason, Þórunn Erna Clausen og Margrét Eir Hjartardóttir.